Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 106
B U N A Ð A R R I T
9(5
vcl rótarganga tannarinnar. Þessi nýja vefjarmynd-
un finnst alltaf þar sem hætta hefir verið á, að slitið
næði tii kjarnahólfanna. Tannkjarnarnir hafa því
ekki eyðilagzt við sýltingu og þess vegna virðast tann-
rótarígerðir óþekktar.“
Þeir, sem lifa á kjöti einu, eru þvi algerlega lausir
við tannátu. Tannskemmdum linnir venjulega, þegar
menn taka upp kjötkost í stað blandaðs kosts, ef til
vill ætíð. Önnur atriði myndarinnar eru ekki eins
skýr.
Tannáta hel'ir fundizt í tönnum smurlinga í Egipta-
Iandi, Peru og í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Þessar
fornþjóðir lifðu á blönduðum kosti og átu allmikinn
kornmat. Tennur þeirra voru hetri en vorar, þó að
elcki væru þær eins góðar og i Eskimóunum.
Vilji menn lögmál um tennur, þá er það á þá leið,
að frumstæðustu þjóðirnar hafa beztar tennur. Því
má bæta við, að i sumum tilfellum geta þjóðir, er lifa
mjög á jurtafæðu, haft mjög góðar tennur í sarnan-
burði við oss, þó að þær nái ekki 100% fullkomnun
kjötætanna.
í tillögum Havaiiska sykurræktarmannafélagsins
um heilbrigðisrannsókn er því haldið fram, að Suður-
hafseyjamenn, sem lifa á blönduðum kosti, liafi fengið
afleitar tennur í stað góðra, er þeir fóru að eta korn-
mat i stað innlendu rótarhnýðanna, jams og taró. Eg
hefi ekki séð neinar athugasemdir þeirra um hina
(að eg hygg) miklu aukningu sykurneyzlunar, sem
hefir orðið samtímis tannskemmdum Havaiihúa.
Mannfræðingar hafa af tilraunum, sem gerðar hafa
verið af stofnunum og einstökum fræðimönnum, feng-
ið stuðning fyrir þá skoðun, að mataræðið veldur
mestu um varðveizlu tannanna. Sumir tannlæknar
hafa hér lagt göfugmannlegan skerf til rannsóknar
og lræðslu tarfsemi, sem virðist hljóta að svipta þá
tekjum sínum. Rannsóknir mínar hafa fram að þessu