Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 75
B U N A Ð A R R I T
65
skjótast út úr stofunni. Það, sem veldur þeim klígju,
er ekki hundakjöt, heldur sú hugmynd, að þeir hafi
etið hund.
Russell Sage tilraunina var því ekki hægt að gera á
neinum, sem var mjög trúarsterkur um mataræði,
t. d. hélt, að kjötát væri skaðlegt, að grænmetisbind-
indi væri óhoilt og inenn yrðu leiðir á því að eta sama
mat oft. En nálega hver maður hefir slíkar eða því-
líkar skoðanir. Vér vorum þvi í reyndinni neyddir til
að fá menn, sem verið höfðu með á einhverri af ferð-
um minum; þeir voru einu lifandi Norðurálfumenn,
sem vér þekktum, er höfðu lifað nógu lengi á kjöti, til
þess að losna algerlega við allar slíkar firrur.
Einn mann var til allrar hamingju hægt að fá. Það
var Karsten Andersen, ungur Dani, sem hafði verið
með í þriðju norðurför minni. Á þeim tíma hafði hann
lifað samtals meira en ár á kjöti einu og vatni, og
ekkert orðið meint af, og raunar eitt sinn fengið af
kjöti lækningu á skyrbjúg, er hann liafði fengið á því
að eta blandaðan kost. Hann vissi ennfremur af
reynslu einna tólf félaga sinna á ferðinni, að hin holla
nautn kjötmetisins var ekki sérstölc fyrir hann, heldur
sameiginleg öllum, sem reynt liöfðu og voru af þrfemur
kvíslum mannltynsins — eins og áður er sagt, venju-
legir hvítir menn, menn frá Cap Verde eyjunum og
menn frá Suðurhafseyjum.
En svo var annað, sem gerði Andersen nærri þvi
ótrúlega vel fallinn til þessarar prófunar. Hann hafði
um nokkur ár stundað glóaldingarð sinn á Florida
og verið úti mestan hluta svo að kalla hvers dags,
léttklæddur, og notið þeirra gæða, er sólskinið má
veita suður undir hitabelti. í þessu andlega og likam-
lega umhverfi hafði hann auðvitað lifað á fæði, sem
mikið var í af grænmeti, og hafði stöðugt þjáðst af
kvefi, hár hans varð þynnra og þynnra og hann hafði
fengið snert af eitrun frá iðrunum, sem venjulega