Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 124
1 14
BÚNAÐARRIT
láta ærnar búast til fyrir burðinn, eigi bændur að
læra að hætta að sleppa ánum sinum löngu fyrir sum-
ar, og láta þær horast, rétt þegar þær þurfa eðli sínu
samkvæmt að safna forða, til þess að geta fætl af-
kvæmið vel ,og gefið eigandanum góðan arð.
Landið er talið að ráða mestu um það, hvernig féð
verður á hverjum stað, og þeir menn eru til og ekki
fáir, sem telja það ráða úrslitunum. Þeir fullyrða að
landið sé sumstaðar svo létt, að ómögulegt sé að eiga
vænt fé, meðan það á öðrum stöðum sé svo gott, að
ekkert þurfi t'yrir því að hafa að fá féð vænt. Hvoru-
tveggja er fjarstæða. Það skiptir miklu hvernig land-
ið er, en sá munur kemur aðallega fram í því að til-
kostnaður við féð verður misjafn, og fullorðna féð
vænna. Það er kannske hægt að fá 50 kg. dilka eftir
ána á einum stað, með því að kosta 8 kr. uppá vetrar-
íoðrið, en til þess að ná því á öðrum stað, þarf vetrar-
fóðurkosturinn að verða hærri, af því landið er léttara.
Og þetta gerir það að verkum, að meira á að laga bú-
skapinn eftir staðháttuin, en gert hefir verið. En þó
þetta sé rétt, þá munar minna á afréttunum og land-
inu, en menn halda, sérstaklega hvað snertir væn-
leik dilkanna. Meðallambið sem hefir verið fyrir mig
viktað vegur 3,65 kg. Meðalþungi á meðallömbunum
sein gengið hafa á láglendi Suðurlands, og í afréttum
Skaftafellssýslu (ekki Tungu og Síðu) hefir verið 34
kg., en meðaltal allra lambanna, sem gengið hafa á
afréttum Þingeyjarsýslna og Vestfjarða, og hafa haft
meðalþungann nýl'ædd, liefir verið 41 kg. að haust-
inu. Þetta er töluverður munur, en hann þarf ekki all-
ur að stafa frá afréttunum. Hann getur að einhverju
leyti stafað frá eðlismismun fjárins á svæðunum. En
þó hann allur stafaði frá mismun afréttarlandanna, þá
er þessi mismunur minni, en mismunur á vænleik
lamba undan tveimur ólíkurn hrúturn miskyngóðum,
og sýnir það að kynið hefir meira að segja. Og með-