Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 155
BÚNAÐARRIT
145
-orðið fyrir af náttúrunnar völdum þetta tímabil. Fjár-
t'ellir og gripa hefir ekki átt sór stað fyrir harðrétti
eða heyþröng, þó stundum hafi nærri legið, bændur
þurft að hleypa sér í stórar skuldir til að bjarga bii-
stofni sínum, með miklum og dýrum fóðurkaupum.
Aðallega var þetta vorið 1920, er skipsfarmar af rúg-
méli voru gefnir búfé um allt land, en hver tunna
kostaði bændur nál. 80 kr. og þar yfir. Ýmsir telja, að
vaxandi vanheilsa í sauðfé sé að gera þann búskap
ómögulegan. — Eg hefi nú umgengist sauðfé í 60 ár,
því nær samfleytt, og allmikið fengizt við fjármennsku.
Mín trú er það, að eins og það hefir tekizt að fækka
sjúkdómum sauðfjárins á þessu tímabili, eða gera þá
skaðlausa; þá muni því haldið áfram og að lokum
megi sigra þá að mestu eða öllu. Ég álít, að engin ný
hætta sé hér á ferðum. Frá því ég man fyrst eftir hafa
svipaðir sjúkdómar í fé, og sennilega alveg þeir sömu
•og nú ganga yfir víða, gert mikið vart við sig. Ég get
ckki sagt, að þetta hafi nokkurn tíma gert mikinn
usla í mínum búskap, þó það fyrr og síðar hafi ekki
farið fram hjá mínu heimili, En ég hefi séð, að margir
góðir og árvakir fjármenn hafa getað varið bút'é sitt
með öllu, þó aðrir hafi liðið hér mikil skakkaföll.
2. Verzlunarárferðið.
T>á kemur sá þáttur í búnaðarsögu vorri, sem mörg-
um þykir mestu máli skipta, og það er að vonum.
111 verzlun hefir þjakað oss öldum saman íslendinga.
Eins og ég hafi áður getið um, er það hin ágæta grein
Jóns Gauta Péturssonar: „Verzlunarárferði landbún-
arins í 100 ár“, sem ég byggi hér mest á. I þessari
grein J. G. er reynt að sýna, á myndrænan hátt, verzl-
unarkjör bændanna þennan tíma. Þessi táknmynd
eða skýrsla, sem höfundur, og sennilega flestir aðrir,
sen skyn bera á þessi mál, telja ábyggilegastan mæli-
10