Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 249
BÚNAÐARRIT
239
sveitum, sem vitanlega væri óheimilt, þar eð sjóður-
inn hefir einnig önnur áríðandi hlutverk að leysa af
hendi, þá gætu sjóðirnir samt ekki fullnægt hinni
áætluðu lánsþörf lil endurbygginga í sveitum. Það
er því augljóst, að Ræktunarsjóður og Byggingar- og
landnámssjóður geta ekki eins og nú er fullnægt
þörfum bænda fyrir byggingarlán, enda eru nú all-
margir á biðlista og öðrum vísað frá um óákveðinn
tíma, sem nauðsynlega þurfa að byggja. Til annara
lánstofnana er árangurslaust fyrir bændur að leita
með lánbeiðnir til bygginga svo nokkru nemi, eins
og nú standa sakir.
Nefndin lítur svo á, að fyrst og fremst beri að
leggja áherzlu á að ei'la lánstofnanir landbúnaðar-
ins, svo komið verði í veg fyrir að jafnvel jarðir, vel
i sveit settar með vcl ræktuðu túni og mannvirlcjum,
færu í eyði af því að ekki er kostur ú lánsfé til húsa-
bóta eins og nú á sér stað, á sama tíma og ríkið ver
ærnu fé til að reisa nýbýli á óræktuðu landi.
Skal nú vikið að þeim leiðum, er nel'ndin telur
líklegastar til að bæta úr byggingarlánaþörf bænda.
Byggingar- og landnámssjóði var upphaflega ætlað
að lána þeim bændum, er gætu ekki byggt upp á jörð-
um sínum, án styrks frá því opinbera, eða með þeim
lánakjörum, er Ræktunarsjóður og aðrar lánsstofn-
anir veitlu.
Því miður er nú svo komið, vegna stöðugs ósam-
ræmis milli tilkostnaðar bænda og afurðaverðs, að
þeir bændur eru nú miklu fleiri en áður, er þarfnast
slíks stuðnings, til þess að geta staðizt straum af
nauðsynlegum byggingakostnaði á jörðum sinum.
í framkvæmdinni hefir þetta farið á þann veg, að
ríkissjóður hefir lagt fram meiri hlutann af þvi fé,
er sjóðurinn hefir lánað, eða frá 200—300 þús. kr.
á ári, og nú síðuslu árin um 250 þús. kr. Á yfirstand-
andi ári hel'ir sjóðurinn til útlána um 200 þús. kr.