Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 78
B Ú N A Ð A R R I T
(58
mjög vel í kluldcutíma, en á öðrum tímanum sá Max
út um gluggann Kelly, sem hann hataði. Efnabrigðin
ukust um 10% allan klukkutímann.)
Þegar búið var að greina nákvæmlega loftið, sem við
önduðum, og annað, sem við tókum við og gáfum frá
okkur, ákveða efnasamsetningu hlóðsins, og meðal
annars fá grein á þeim biljónum gerla, er húa i iðruin
manns, vorum við til taks fyrir kjötið.
Þrjár vikurnar, sem við lifðum á blönduðum kosti
og verið var með undirbúningsathuganirnar, höfðum
við fengið að leika lausum hala. Nú vorum við lokaðir
inni. Hvorugur okkar mátti nokkurn tíma, dag eða
nótt, vera úr augsýn læknis eða hjúkrunarkonu. Þetta
var að nokkru leyti venjulegur strangleiki við trausta
vísindalega tilraun, en að nokkru leyti var það gerl
vegna tortryggni blandaðakostspostulanna og æsings-
ins í jurtaætunum.
En tortryggnin og æsingin var ekki öll blaðaskraf
eitt. Einn af helztu sérfræðingum í Evrópu, sem var
rétttrúaður og fylgdi engum sérstökum skóla, var á
ferð um Bandaríkin. Hann heimsótti okkur, meðan
stóð á undirbúningsvikunum þremur, og fullvissaði
yfirlæknana mjög hátiðlega um það, að við mundum
ekki geta lifað meira en fjóra eða i'imin daga á kjöti.
Hann hefði reynt það sjálfur á tilraunamönnum, sem
venjulega biluðu á svo sem þremur dögum. Eg hugði, að
þessi bilun ætti sér andlegar orsakir; en evrópski sér-
fræðingurinn okkar hélt því fram, að orsakirnar væru
blátt áfram líkamlegar, alveg óháðar tilfinningunum.
Tilraunin byrjaði vel með Andersen, er fékk að eta
eins mikið og liann vildi af því, sem hann vildi, svo
framarlega sem það kom undir skilgreiningu vora á
kjöti — steikt nautakjöt, sauðarifjasteik, heila steikt-
an í svínafeiti, soðin skammrif, kjúklinga, fisk, lifur
og flesk. En með mig hljóp snuðra á þráðinn með
þeim hætti, er sjá mátti fyrir.