Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 84
74
B U N A Ð A R H 1 T
af verzluninni, tízkunni og kostnaðinum. Kostnaður-
inn er oft ekld minnsta atriðið; fita, sem er aðeins
svo sem tvöl'alt saðsamari en sykur, kostar í verzlun
hérna í nánd, er eg rita þetta, 50 cent pundið (flesk)
eða 35 cent (smjör), en sykur aðeins 5% cent.
Faðir Sir Huberts, fyrsti hvítur inaður, er fæddist í
Suður-Ástralíu, sagði l'rá því, að þegar hann var ungur,
lifðu hjarðmennirnir, sem voru meiri hluti íbúanna,
nálega eingöngu á sauðakjöti (stundum nautakjöti) og
te. Á öllum tímum árs slátruðu þeir feitasta sauðnum
handa sjálfum sér, og þegar það var úti á víðavangi,
eins og oft bar við, steiktu þeir feitustu hlutana við
eld og höfðu pönnu undir, til að taka við flotinu, en
dýfðu síðan kjötinu í flotið, er þeir átu. En svo fór
verzlunin smám sainan að þróast, brauð og kökur fór
að tíðkast, aldinmauk og berjahlaup var flutt inn eða
lTamleitt, og með vaxandi notkun mjölvis og sykurs
minnkaði fituneyzlan. Ástralíumenn eta að vísu heldur.
meira kjöt á ári en fólk á Bretlandseyjum, en hlut-
fallið milli fitunnar og annarar fæðu mun nú vera
nokkurn veginn bið sama í Ástralíu og annarstaðar í
ríkinu. Ein ályktun af tilraun vorri, sem læknar virð-
ast eiga erfitt með að fallast á og þó er ein augljós-
asta niðurstaðan, er sú, að réttur kjötkostur er ekki
eggjahvítumikill kostur. Við átum að meðaltali 1%
pund af mögru kjöti á dag og háll't pund af feili (það
er álíka og að eta steiktar tveggja punda uxalundir
með allri fitu, sem vön er að fylgja slíku stykki). Það
virðist vera sama og að eta að mestu leyti magurt;
en ef nánar er að gáð og litið á orkueiningarnar, þá
kemur í ljós, að við fengum í raun og veru þrjá-fjórðu
af hitaeiningum okkar úr fitunni. Það áttu vísinda-
mennirnir við, er þeir við lolc tilraunarinnar sögðu,
að kostur okkar hefði ekki reynzt mjög eggjalivítu-
mikill.
Að kjöt, eins og sumir liafa lialdið fram, sé sérstak-