Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 50
40
B Ú N A Ð A H R I T
menn að fara varlega í að gefa ormalyf á þeim tíma, og
ekki nema að hafa við hendina kalkblöndu þá, sem gef-
in er upp í leiðbeiningunum sem ormalyfjunum fylgja.
Yfirleitt hefir slíkra eitrana þó orðið lítið vart, þar
sem alls er gefið upp að 217 kindur haí'i drepizt í þeim
99 hreppum, sem senda skýrslur. Ef gert er ráð fyrir
að skýrsla hefi komið um helming þess fjár, sem inn
var gefið, hafa 217 drepist af ca. 440 þús. fjár, eða
ca. 1 kind af hverjum 2 þúsundum. Þó að þessi hætta
sýnist ekki mikil, þá ættu menn þó að muna eftir
henni, því að eitrunin kemur aðallega fyrir á viss-
um bæjum, og eru dæmi til að allt að 3% af fénu
hafi drepist á einum hæ. En eitranirnar hafa aðallega
komið fyrir þar, sem ekki hefir verið svelt neitt. Það
verður að vera föst regla hjá mönnum, að gefa lyfið
ekki inn sveltulaust og liafa sveltuna ekki minni en 12
tíma á undan og 12 tíma á eftir inngjöf, ef menn
treysta sér ekki lil að svelta sólarhring á undan og
eftir. Við fyrri inngjöf ættu menn ávallt að svelta i
sólarhring á undan og eftir, en við seinni inngjöf mun
víðast hvar óhætt að láta sér nægja 12 tíma á undan
og eftir. Sérstnklcga liættulegt er að gefa hcg strax á
eftir inngjöf. Við það getur féð orðið fárveikt og
drepist snögglega. Og næstu 4- 5 daga eftir inngjöf-
ina, ætti að halda í við féð, gefa því lítið eitt fyrst og
smábæta svo við það.
Sennilega hefir eitthvað al' eitrununum átt rót sína
að rekja til klaufalegra aðfara við inngjöfina, því að
miklu minna virðist hafa borið á eitrunum síðastliðið
haust heldur en haustið 1934.
Eitrunarhættan af ormalyfjunum hel'ir því yfirleitt
reynst svo lítil, að hændur virðast almennt ekki talca
tillit til hennar. Ég vil þó leggja áherzlu á, að menn
hafi eitrunina jafnan í huga, fari því varlega við
inngjafirnar og vanræki ekki að svelta féð, einlcum á
eftir inngjöf.