Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 51
B Ú N A Ð A R R IT
41
í sambandi við þetta er rétt að minnast á eitt atriði,
sem margir spyrja um í skýrslunum, nefnil. hvorl
ormalyfið geti verið orsök til lambaláts. Margar fyrir-
spurnir hafa mér borizt um þetta, bæði í skýrslunum
og i einkabréfum. Sérstaklega er spurt um þetta af
Austurlandi, þar sein mikil brögð hafa verið að lamb-
leysi i ám síðastliðinn vetur. Auk þess hefir lamba-
láta orðið vart víðsvegar um land, en þó hvergi, að
því er virðist, eins mikið eins og á Austurlandi. Því
miður get ég ekki fullyrt, að ormalyfið lcunni ekki
að geta haft skaðleg áhrif á fóstrið, en eftir skýrsl-
unum að dæma og þeim spurningum, sem ég hefi haft
víðsvegar að, benda allar líkur til, að ormalyfið eigi
enga sök á lambleysi í ánum. A. m. k. hefir ekki
borið á sliku í þeim sveitum, þar sem gefið hefir
verið inn öllu fé tvisvar og jafnvel oftar, og úr þeim
sveitum, þar sem mikið hefir borið á lambleysi, er
þess hvergi getið, að þeir, sem ekki hafa notað orma-
lyf, hafi sloppið betur en hinir. Lambleysi í ám, sem
hafa fengið, getur stafað af tveim höfuðorsökum:
1) Skorti á vissuin fóðurefnum, m. a. E-fjörvi, 2)
Sýklum, sem valda fósturláti (bac. abortus ovis).
Annars hefir larpbalát verið mesta plága sumstaðar
undanfarið, einkum á Austurlandi, en þar sem þar er
gctið um sérstaklega slæm hey, þætti mér sennilegast
að lélegt fóður hefði verið orsök þess þar. En orsakir
lambalátanna hér þyrfti að rannsaka nánar, því að
þau valda árlega miklu fjárhagslegu tjóni.
Eftir skýrslunum að dæma, og öllum þeim fréttum,
sem ég hefi haft af reynslu inanna um ormalyfin
hvaðanæfa af landinu, er óhætt að fullyrða, að orma-
lyfin hafa reynzt ágætlega, svo að með þeim er feng-
in örugg vörn gegn iðraormunum.1)
1) Ein lyfjabúð í Reykjavik hefir rcynt að eftirlikja ormalyf
okkar og selt sitt lyf nokkru ódýrara en rannsóknastofan. Til
skamins tima hefir þetta Jyf ekki verið pað sama og við höf-