Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 65
B Ú N A Ð A R R I T
55
Þegar sólin var lcomin aftur, fór eg mörg hundruð
milna ferð til skipsins Narwhal, sem þvert á móti því,
sem vér bjuggumst við um haustið, hafði reyndar
komið og verið um veturinn á Herschel-ey. Skipstjór-
inn var George P. Leavitt, frá Portland, Maine. Hina
fáu daga, sem eg var þarna í heimsókn, naut eg hinn-
ar ágætu Nýja Englands matreiðslu, en þegar eg fór
frá Herschel-ey, tók eg aftur tregðulaust til Eskimóa-
matarins, sem var fiskur og kalt vatn. Mér virtist eg
aldrei á æfi minni liafa verið heilbrigðari, andlcga og
líkamlega.
III.
Fyrstu fáu mánuðina af fyrsta ári mínu í norður-
vegi fekk eg, þó að eg gerði mér það ekki þá fyllilega
ljóst, þær birgðir af staðreyndum og gögnum, er í
minum huga hafa hrakið þær manneldiskenningar,
er gctið var í upphafi þessarar greinar. Eg gat verið
heilbrigður með því að lifa á fiski og vatni. Því lengur
sem eg hafði þetta mataræði, því betur féll mér það.
Af því virtist mega draga þá ályktun, að minnsta
kosti til bráðabirgða, að maður verði aldrei þreyttur
á mat sínum, ef hann hefir aðeins eitt að eta. Eg fekk
ekki skyrbjúg af fiskáti mínu né komst að raun um,
að nein af fiskætunum, vinum mínum, hefði nokk-
urntíma fengið hann. Ekki var þetta slcyrbjúgsleysi
því að þakka, að fiskurinn væri etinn hrár — það
sönnuðum vér síðar. (Hverju það var að þakka skul-
um vér víkja að síðar í þessari grein.) Það voru
vissulega engin merki um æðakölkun, háan blóðþrýst-
ing, nýrnabilun eða gigt.
Þessir mánuðir á fiskmeti voru byrjun margra ára,
er eg lifði eingöngu á kjötmeti, því að eg tel fisk með,
er eg tala um að lifa á kjöti, með þvi að eg nota orðin
„kjöt“ og „kjötmeti“ fremur sem prófessor i mann-
l’ræði en sem ritstjóri kvennablaðs. Orðið merkir í