Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 132
122
B Ú N A Ð A R RIT
Enn ern ekki komin lyi'. sem menn geti notað til að
hreinsa þá burt, en með innsprautingum í barkann,
misjöfnum að efni til eftir því bver tegund orma er í
lungunum, þá má hnekkja þeim nokkuð, eða a. m. lc.
minnka vanhöld af völdum þeirra að verulegu leyti.
Og ég sc ekki betur, en það megi gera sér vonir um
að Rannsóknarstofnun atvinnuveganna og Ásgeiri Ein-
arssyni takist að finna varnir fyrir þvi, að fé þurfi
xið drepast eða dragast fram af völdum þeirra.
En langmestu máli skiftir þó, í baráttunni móti
ormunum, að féð hafi óskert mótstöðuafl, og að bænd-
urnir sjálfir reyni að minnka möguleikana fyrir smiti,
með því að reka á fjall, beita ekki á tún sem sauða-
tað er borið á, gefa fé helzt ekki töðu, og síst græna,
sem sprottinn er upp af sauðataði o. s. frv.
í sambandi við þetta er rétt að benda á það, að nýj-
ustu rannsóknir um þessi efni í öðrum löndum, sýna,
að mótstaða fjárins móti ormunum, minnkar mjög
mikið ef það ekki liefir nægjanlegt af steinefnum og
vítaminum, og að það getur verið, að heyið eftir
hrakninga óg vissa veðráttu að sumrinu, verði sér-
staklega snautt af þeim efnum, sem sérstaklega auka
mótstöðu fjárins á þessu sviði, og því sé þÖrf á að
bæta fóðrið að þessu leyti. Ég hefi ekki enn rann-
sakað það, hvernig ormaveikisárin — þ. e. þau ár sem
ormaveikin hefir gengið yfir eins og faraldur —, hafa
Arerið, hvað snertir veðráttu og hrakninga, en árin sem
ég man þ. e. eftir aldamót, eru greinileg hvað þetta
snertir, og lienda alveg ótvírætt á, að með notkun
rétts fóðurbætis megi halda mótstöðu fjárins mun
betri og þar með tryggja það, að ormanna gæti ekki
eins. Hér er nýtt atriði sem taka þarf tillit til, við á-
setning í framtíðinni. Það á að vera hægt, og sé það
gert á ormahættan að minnka.
Fjárkláðinn hefir á seinustu árunum gert vanhöld á
uokkrum stöðum. Slíkt má með öllu fyrirbyggja. Það