Búnaðarrit - 01.01.1936, Qupperneq 148
B IJ N A Ð A R R I T
138
.Kr öll IJf. linbþ. Kjöt, t() °/o aí
Fjárhú Ar árin eftir á, árl. lif. Iini)þ.
Hrafnkellsstaðir .. 1921—35 364 54,6 21,8
Þórustaðir . . 1928—35 359 50,6 20,2
Svanshóll .. 1932—35 277 46,9 18,8
Ólafsdalur .. 1928—35 207 44,9 18,0
Rangá . . 1927—35 252 38,0 15,2
Höfðalirckka .... .. 1928—35 210 33,5 13,4
Stafafell . . 1933—35 100 30,2 12,1
Brekka . . 1933—35 68 27,6 11,0
Hér kemur fram mikill munur, og ]ió er hann miklu
meiri á búum bændanna, en á þessum 8 fjárbúum. Til-
kostnaðurinn er vitanlega líka misjafn, enda skilvrði
ólík þar sem búin eru starfandi.
Á þessum átta árum hafa verið gerðar burðartíma-
tilraunir á Hvammi í Norðurárdal. Meiningin með
þeim var að fá rannsakað, hvort ekki væri rétt að láta
ær liera l’yrri, eða ekki seinna en um sumarmál, sem
lóga ætli undan að sumrinu. Þessar tilraunir bafa
leitt það í ljós, að lömbin sem fædd eru mánaðartima
fyr en á venjulegum sauðburði eru mikið vænni í ágúst,
og raunar Iíka í sláturtíð að haustinu, en hin sem
l'ædd eru á venjulegum burðartíma.
Hinsvegar er meiri fóðureyðsla samfara því að láta
ærnar bera snemma og þegar ekki er að ræða um hærra
verð en haustverðið, þá er vafamál hvort þyngdarauk-
inn borgar aukafóðurtilkostnaðinn. Aftur gerir hann
það þegar hægt er að koma lömbunum á sumarmarkað,
og ná í hærra verð en haustverðið. Þessar tilraunir
hafa því sýnt það sem þeim var ætlað. Og bændur
eiga nú að hafa þeirra not á þann liátt að skipuleggja
sumarmarkaðinn.
Það eiga þeir að gera á þann hátt að þeir eiga t. d.
haustið 1936, að ákveða liverjir slátri á sumarmark-
aðinum næsta sumar. Við Reykjavíkurmarkað, á Slát-
urfélag Suðurlands að segja til urn það, hve mikið hver
deild þess, má koma með í vikuhverri næsta suinar, og