Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 58
48
B U N A Ð A R lí 1 T
flotanum kjöts. Dálítið var til af te, en ekki nærri nóg
handa Eskimóunum til vetrarins — það var hið eina
í mataræði hvítra manna, er þeim féll verulega vel í
geð og þeir áttu hágt með að vera án. Eg átti þvi fyrir
höndum telausan fiskvetur, því að hið minnsta, sem
eg gat gert sem óboðinn gestur, var það, að látast
hafa óbeit á teinu.
En hvort eg átti að lifa á fiski og vatni eða fiski og
te kom nú í sama stað niður. Eg hafði alla æfi haft
ógeð á fiski. Eg hafði bragðað hann ef til vill einu
sinni eða tvisvar á ári í veizlum, og allt af úrskurðað,
að hann væri eins slæmur og eg hélt. Þetta voru auð-
vitað tómar firrur, en eg gerði mér ekki grein fyrir því.
Eg varð mcð nokkrum hætti kjörharn á heimili
Eskimóa, þar sem húshóndinn kunni ensku. Hann
hafði á uppvaxtarárum sínum verið káetuþjónn á
hvalveiðaskipi og var kallaður Roxy, þó að nafn hans
væri Memoranna. Það var snemma í september, vér
bjuggum í tjöldum, það var lieitt á daginn en farin að
koma frost á næturnar, sem nú voru dimmar sex eða
átta stundir.
Samfélag þriggja eða fjögurra heimila, fimintán eða
tuttugu manns, stundaði fiskveiðar. Þremur eða fjór-
um netjum var ýtt frá bakkanuin með löngum stöng-
um, og um hundrað álnir á milli. Þegar síðasta netið
hafði verið lagt, var hið fyrsta dregið í land ineð tug-
um eða hundruðum fiska, er oftast voru frá einu
pundi lil þriggja punda að þyngd, og innan um nokk-
uð af fallegum sjóbirtingi. Eftir þekkingu sinni á
öðrum hvítum mönnum héldu Eskimóar, að sjóbirt-
ingurinn væri heztur handa mér og elduðu liann sér-
staklega, steiktu hann á eldinum. Sjálfir átu þeir
soðinn fisk.
Eg reyndi nú að glæða matarlystina með því að
fara á fætur skömmu eftir hirtingu, svo sem klukkan
fjögur, hregða hyssu um öxl og leggja af stað fast-