Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 218
208
B Ú N A Ð A R R I T
skii'ting þess vegna að vera framkvæmanleg. Gras það
sem vex þar sem þari er borinn á, er talið að vera eins
kjarngott og þar sem húsdýraáburður er notaður.
Það væri hægt að minnast á margt fleira viðvíkjandi
])ara til áhurðar, og gefst mér ef til vill tækifæri til
þess seinna.
Vil ég því næst minnast á atvinnugrein í sambandi
við þara, og hygg ég að sú atvinnugrein hafi lítið eða
ekkert verið stunduð hér á landi, og er það þara-
])rennsla.
Atvinnuvegur þessi er orðinn all gamall í sumum
löndum, t. d. í Skotlandi, Noregi og Frakklandi. Upp-
runalega var atvinnugrein þessi rekin með það fyrir
augum, að selja öskuna til leirvöruiðnaðar, og er hún
enn til þess notuð. En inesta útbreiðslu féklc þara-
brennslan, eftir að menn höfðu fundið upp aðferð til
að vinna joð úr öskunni, og stóð þessi atvinnugrein í
hlóína fram lil síðustu ára, en þá féll verð á þaraösk-
unni, svo það varð mjög léleg atvinna að brenna þara.
En nú aftur tvö síðustu árin virðist heldur vera af
lifna yfir atvinnugrein þessari, og eru margar ástæð-
ur lil þess, sem ekki skulu raktar hér.
Væri verðlag það hátt á ösku, að það gæti borgað
sig að brenna þara til útflutnings, gæti það orðið stór
hagnaður fyrir þjóðina, því enginn efi er á að hér er
hægt að hrenna nokkur þúsund smálestir á ári.
í því, sem hér fer á eftir, skal ég taka það fram, að
öll meðferð þarans og öskunnar þarf að vera jafn
vandvirknislega af hendi leyst, hvort sem askan á að
notast til innanlands þarfa eða útflutnings.
í þaraöskunni eru einnig ýms önnur efni, sem eru
mjög áríðandi sem áburður. Er það aðallega kali sem
hér skal nefnt, en í þaraösku eru 20—25% kalí (í ösku
úr þangi eru aðeins 12% kalí). Þessi aska cr fullkom-
lega eins góð til áburðar og innfluttur kalíáburður, og
eins og áður er tekið fram, þá eru einnig ýms þarfleg