Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 180
170
B U N A 1) A R R I T
að vísu vel skiljanleg, og er sú, að á öðrum sviðum
þjóðlíl's vors var framsóknin miklu meiri, eða a. m. k.
trúðu menn að svo væri: Útvegurinn eða sjósóknin,
siglingarnar og Eimskipafélag íslands, fjársöfnun og
ríkidæmi nokkurra kaupstaðarbúa og ört vaxandi
menningarlíf þar. Þessi framsókn, sem fékk æfintýra-
svip i augum margra og sló skugga á hinar hægfara
framfarir sveitanna, kyndir enn undir því óþoli, sem
mest einkennir vorn sveitabúskap nú, ef eitthvað ber
út af með árferðið.
Hcr á undan hafa þá verið raktir að nokkru — um
liðin 50 ár —- þeir tveir meginþættir, sem líf allra
vinnandi manna í þessu landi byggist á: 1. Árferðið,
tíðarfar, skepnuhöld. 2. Verzlunina eða viðskipta-
málin «11. En þriðja þáttinn, sem ég nefni svo: Al'-
komu og l'ramþróun landbúnaðarins, hefi ég aðeins
rakið fram á stríðsárin, en treystist ckki að gera því
máli full skil í svo stuttu máli, sem þarf i þessari
grein, hin síðustu 15—18 árin. Annarsvegar hinni
stórfélldu framsókn á öllum sviðum, er snertir sveitir
landsins: Jarðræktina, húsabyggingarnar, vegabæt-
urnar, alþýðuskólana o. fl. — Hinsvegar hina sívax-
andi erfiðleika fjármálanna og óstöðvandi mannflótta
úr sveitunum í kaupstaðina. En ég ætlast til, að þessi
ritgerð sýni, að hvorugt á sínar rætur í sérstaklega
•erfiðu árferði, hvorki tíðarfari eða verzlun. Vér vænt-
um að vísu, að úr vorum viðskiptamálum greiðist
hægt og hægt, en jafnframt og að öðru leyti megum
vér vera viðbúnir harðara árferði en siðasta kynslóð
veit uin.
Útvarjjsumræður um jarðræktarlögin nýju eru ný-
afstaðnar. í tilefni af þeim umræðum vil ég leyfa mér
að bæta litlu einu við grein mína um búnaðarmálin.