Saga - 1961, Qupperneq 24
198
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
nefndarinnar, sem fjallaði um stjórnarskrármálið 1871,
og framsögumaður meiri hluta hennar. Álit meiri hlutans
ber augljós merki skoðana hans. Þar rekumst við m. a. á
þessi ummæli: „. . . landstjórnin [verður] að geta unnið
saman við þingið að öllum þeim málum, sem heyra undir
þing og stjóm í sameiningu, því annars er hætta á því, að
stjórnarframkvæmdirnar komi í bága við skoðanir þings-
ins og þjóðarinnar . . .“.1) Sé jákvæður skilningur lagður
í þessi ummæli, þá má segja, að þau gera þá kröfu til
framtíðarstjórnskipunar landsins, að stjórnin yrði að afla
stefnu sinni fylgis meiri hluta kjósenda og fulltrúa þeirra,
en rökrétt afleiðing þeirrar skoðunar yrði þingræðis-
stjórn. Það er samt varla ástæða til þess að eigna neinum
nefndarmanna svo djarfan og rökréttan hugsanagang.
Við umræður um málið á alþingi 1871, en þær snerust þá
frekar en nokkru sinni áður um ábyrgðina, lagði einungis
Benedikt Sveinsson, auk Jóns Sigurðssonar frá Gautlönd-
um, áherzlu á hina siðferðilegu ábyrgð.2)
1) Alþt. 1871 II, bls. 435 o. áfr.
2) Sama I, bls. 753. Bæði Jón Sigurðsson frá Gautlöndum og
Benedikt Sveinsson, aðaltalsmenn meiri hlutans, draga það mjög
skýrt fram, að íslendingar geti ekki fallið frá kröfunni um innlenda
stjórn, sem sé ábyrg fyrir alþingi. Jón taldi það „hið mesta vel-
ferðarspursmál" íslendinga, að sérmál íslands urðu útkljáð innan
lands (sama, bls. 729). Benedikt Sveinsson sagði, að ábyrgð rikis-
stjórnarinnar fyrir alþingi væri „conditio sine qua non“ fyrir „þjóð-
frelsi“ íslendinga (sama, bls. 752). Báðir héldu þeir því fram, að
ekki væri hægt að skilja hina „siðferðilegu" ábyrgð frá hinni „laga-
legu“, og það er eftirtektarvert, að báðir nota þeir orðið „pólitísk"
ábyrgð i merkingunni lögfræðileg ábyrgð (sama, bls. 727 og 753).
Halldór Kr. Friðriksson og Stefán Jónsson, sem einnig áttu sæti í
nefndinni, álitu, að siðferðilega ábyrgðin hvíldi á hverju embætti
(sama, bls. 747 og 765). Bæði þeir og Eiríkur Kúld lögðu aðaláherzl-
una á það, að landstjórinn kæmi til þings og upplýsti þar, hverju
þingið gæti lcomið fram af þeim málum, sem það hefði á prjónunum
í hvert sinn (sama, bls. 447 o. áfr., 761 o. áfr. og 765). Hjálmur Pét-
ursson sagði, að hann áliti, „að allt sé undir því komið, að hin æðsta
stjórn landsins vinni saman við hið löggefandi þing, annars getur