Saga - 1961, Qupperneq 26
200
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
fullveldi“ sínu út stjórnarskrá. Stjórnarskráin frá 5. janú-
ar 1874 skipaði framkvæmdavaldinu á þann hátt, sem
danska stjórnin hafði hoðað allt frá árinu 1867. Að vísu
er það ekki skráð skýrum stöfum í stjórnarskránni, að
íslandsráðherrann skuli vera einn af hinum dönsku ráð-
herrum konungs, en það var grundvallarskilyrði stjórnar-
innar. Stjórnarskráin viðurkenndi í raun og veru enga
ráðherraábyrgð gagnvart alþingi. Landshöfðinginn var
ekki heldur gerður ábyrgur fyrir neinum öðrum aðila en
hinum danska dómsmálaráðherra, sem var falið að vera
íslandsráðherra.
Sú stjórnarskrárbarátta, sem lauk um skeið 1874, hafði
hlítt forystu manns, sem hafði þegar í upphafi baráttunn-
ar um miðja öldina sett þjóðfrelsisbaráttunni takmark,
sem var í fullu samræmi við stefnu frjálslyndra á 19. öld.
Jafnvel árið 1863 hafði Jón Sigurðsson velt fyrir sér hug-
myndinni um þingræðisstjórn á íslandi. Barátta Jóns
næstu 10 árin beindist ekki einungis gegn dönsku stjórn-
inni, heldur var hún einnig háð til þess að sameina fslend-
inga um kröfuna um sjálfstjórn og fullveldi. Þessi bar-
átta hlaut að hafa áhrif á viðhorf hans, og eftir 1863 bar
Jón aldrei fram kröfu um þingræðisstjórn. Sá árangur,
sem náðist með stjórnarskránni 1874, bar það með sér, að
íslendingar yrðu að bíða í mörg ár enn eftir því, að jafn-
vel hin ytri skilyrði fyrir þingræði sköpuðust í landi
þeirra.
Þessa forsögu verðum við að hafa í huga, þegar við les-
um athugasemdir Jóns Sigurðssonar við stjórnarskrána
í Andvara 1874. Óneitanlega kennir þar meira raunsæis
og meiri glöggskyggni á það, hverju hægt sé að ná, en
þegar hann var að leggja grunn að stefnu sinni í stjóm-
skipunarmálinu. Eins og nærri má geta, gagnrýnir hann
aðallega skipan framkvæmdarstjórnarinnar. En hann læt-
ur ekki í það skína, að nein þörf sé á þingræðisstjórn. Það
er þó varla trúlegt, að Jón Sigurðsson hafi í ellinni misst
sjónar á sjálfstjórn, sem leiddi til þingræðisstjórnar.