Saga - 1961, Blaðsíða 80
254
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
Hvorki Isafold né Fjallkonan ræða, hvað alþingi eigi
að gera næst í málinu. Hins vegar fer Þjóðólfur talsvert
út í þá sálma. Blaðinu virðist það liggja „beinast við“ al-
þingi 1887 að fylgja fram hinu samþykkta frumvarpi.
Það bætir þó við, að það geti verið nauðsynlegt að breyta
því „að einhverju leyti“, einkum ef stjórnin birti eitthvert
tilboð, sem gæti leitt til samkomulags. Blaðið álítur, að
nú séu meiri líkindi til þess, að málið nái fram að ganga
en um þær mundir, sem krafan um sérstaka stjórnarskrá
kom fram. Að vísu eru horfurnar ekki bjartar, meðan
hægri stjórnin situr að völdum í Danmörku, en hún getur
ekki setið til eilífðar „þvert ofan í vilja meginþorra hinn-
ar dönsku þjóðar", og blaðið setur traust sitt á vinstri
stjórn, sem einhvern tíma kemur, e. t. v. fyrr en menn
vona.1) Nafnlaus grein merkt „aðsent“ varar við því að
breyta frumvarpinu, bæði af því að breytingarnar yrðu of
tímafrekar fyrir alþingi og Islendingar mundu missa
traust og stuðning nágrannaþjóðanna, ef þær kæmust á
þá skoðun, að þeir vissu ekki, hvað þeir vildu. Einkum
varar greinarhöfundur við því að fella inn í það ákvæði
um frestandi synjunarvald og gegn bráðabirgðafjárlög-
um, sem einungis yrðu til þess að valda sundrungu.1) Rit-
stjórinn, Þorleifur Jónsson, birti greinina án athuga-
semda, en tók einnig til birtingar grein, sem krafðist breyt-
inga einmitt í þá átt, sem hér var varað við.2)
Þær stjórnarskrárbreytingar, sem hinn nafnlausi höf-
undur varaði við í Þjóðólfi, voru bornar fram í tveimur
nýjum blöðum: Norðurljósinu á Akureyri og Þjóðviljan-
um á Isafirði, en þau hófu bæði göngu sína haustið 1886.
I Norðurljósinu lét „þjóðliði“ í ljós mikla óánægju með
stjórnarskrárfrumvarp alþingis. Hann boðar lýðveldi sem
hið endanlega mark stjórnarskrárbaráttunnar og gagn-
1) Þjóðólfur 15/4, 1/7 ’87.
2) Þjóðólfur 8/7 ’87; sama grein í Norðurljósinu 27/6 undirrituð
„Nokkrir þjóðliðar", sjá næstu bls.