Saga - 1961, Page 83
EFTIR ODD DIDRIKSEN
257
að þingið geti fengið það vald, og haft það eftirlit með
landsstjórninni, sem þarf að vera“, meðan alþingi kemur
saman annað hvert ár og kjörtímabilið er sex ár. Auk þess
yrði að tryggja fjárveitingarvald alþingis betur en gert
var í frumvarpinu með ákvæðum gegn bráðabirgðafjár-
lögum. Blaðið gefur einnig í skyn, að hugsanlegt sé að
lögskipa kviðdóma, ekki einungis í sakamálum, heldur
einnig í „pólitískum málum".1) Sú hugmynd hafði einnig
skotið upp kolli hjá Jóni Sigurðssyni.2)
Þjóðviljinn var samt sem áður einnig fús til samkomu-
jags; ef ríkisstjórnin lýsti sig fúsa til þess að veita land-
lnu innlenda stjórn, en viss ákvæði, t. d. frestandi synj-
Unarvald, yrðu þröskuldur á þeirri leið, að stjórnarskrár-
frumvarpið næði staðfestingu, þá gæti komið til mála að
slá af kröfunum „í von um, að allt kunni síðar að verða
haegara heima fyrir“. Blaðið léði með öðrum orðum máls
á því að fella niður nokkur ákvæði, sem það taldi þó að
yæru þingræðinu til tryggingar. Það áleit ekki, að spurn-
lngin um það, hvernig „sambandinu milli þings og stjórn-
ar er hagað“, yrði „örðugasti þröskuldurinn 1 þessu máli“.
Hið langörðugasta væri einmitt að fá innlenda stjórn, og
það væri „hið fyrsta aðalatriði í þessu máli“. „Oss er það
fyrir flestu, að losast við hið danska ráðgjafavald sem
íyrst.“ 3) Þjóðviljinn er ekki í minnsta vafa um, að al-
þlngi 1887 eigi að einbeita sér að stjórnarskrármálinu.
að væri „barnalegt staðfestuleysi, stórkostlegt hneyksli
skaðlegt tiltæki fyrir framtíð vorri“ „að leggja þetta
^ál nú á hilluna“, og íslendingar eiga að hafa lært af
reynslunni, að „hin allra hæsta synjun í ár getur orðið hið
allra hæsta samþykki að ári“.4)
Hinn ungi og róttæki Skúli Thoroddsen, sýslumaður í
O Þjóðviljinn 29/1 ’87.
2) Bréf J. S. 1911, bls. 168.
3) Þjóðviljinn 29/1 ’87.
4) Sama 27/6 ’87.
Saga — 17