Saga - 1961, Side 86
260
UPPHAF KRÖFU UM ÞINGRÆÐI
hagga viS svo miklu sem punkti eða kommu í frum-
varpinu frá 1885.“ „Því miður,“ heldur Jón Ólafsson
áfram, „létum við undan og fundinum var stöðugt
frestað. Benedikt gaf í skyn, að hann ætti í samning-
um. Þannig leið tíminn, og á meðan náðu þeir, sem vildu
„salta málið“, auknum áhrifum. Þá kvisaðist það einn
morgun, að Benedikt á baJc við oss alla hina væri kom-
inn í prentsmiðjuna með frumvarpið frá 1885 óbreytt.“
Samkvæmt frásögn Jóns Ólafssonar var það þá, sem
minni hlutinn skoraði á Benedikt Sveinsson að leggja
frumvarpið ekki fram. Jón Ólafsson fékk nú „nokkra
þingmenn“ með sér til þess að skora á Jón Sigurðs-
son að kalla saman „prívatfund“, sem var að lokum
haldinn, en lauk „í endileysu án nokkurrar niðurstöðu“.
Benedikt barðist næstum því jafneindregið gegn þeim,
sem vildu breyta frumvarpinu, eins og gegn minni hlutan-
um, segir Jón Ólafsson. Benedikt hótaði að leggja frum-
varpið fram óbreytt, segir þar enn fremur. „Ég hafði
(reyndar án heimildar frá neinum og á bak við Bene-
d [ikt]) stöðvað prentun frumvarps hans í svip.“ „Nú
komum við saman á fund ýmsir þingmenn heima hjá mér;
urðum við þess brátt vísari við rólegar umræður, að all-
margir vildu breytingar á frumv. frá 1885. Þessum fundi
héldum við svo fram aftur síðar upp í þinghúsi á sunnu-
degi og urðum á þessum fundi ásáttir um ýmsar breyting-
ar. Á þessum fundi höfðum við ekki Bened. með. Síðan
höfðum við fund með honum; hann hrökk upp með and-
fælum við hverja breytingu, en við vorum samtaka um það
fyrir fram að halda okkar stryki fram, og . . . varð hann
að beygja sig, eða verða einn sér í hluta.“ Jón Ólafsson
nefnir sérstaklega þessa menn sem skoðanabræður og
stuðningsmenn sína: Pál og Ólaf Briem, Þorleif Jónsson,
Jón Jónsson á Reykjum (frá 1892 í Múla), séra Sigurð
Stefánsson og séra Lárus Halldórsson. Hann lýkur eink-
um lofsorði á Pál Briem, sem tók sæti á alþingi 1887 eftir