Saga - 1961, Page 134
308
NANNA ÓLAFSDÓTTIR
Jóhannesson prófessor telur þetta ákvæði frá 11.—13. öld
(Islendinga saga, 406. bls.).
Frá 14. öld er bærinn Gröf 1 öræfum (eða í Litlahéraði,
eins og það hét þá), en sá bær fór í eyði 1362, er öræfa-
jökull gaus. Gísli Gestsson gróf upp þennan bæ á árunum
1955—1957, sbr. Árbók Fornleifafélagsins 1959; á þess-
um bæ tengja göng íveruhúsin. Gísli vill þó ekki flokka
hann með gangabæjum, því „flest önnur einkenni, svo sem
stærð húsa og innri frágangur, skipa honum fremur í
flokk skálabæjanna“ (Árbók 1959, 54), en svo nefnir Gísli
þá bæi, þar sem skálinn er miðstöð bæjarins. Bærinn í
Gröf er elzti vísir að gangabæ, sem upp hefur verið graf-
inn á íslandi og tímasetja má.
Hér hefur verið lýst þeirri þróun í bæjargerð, sem forn-
leifarannsóknir hafa leitt í ljós. Vantar allmikið í þá sögu,
svo að samfelld sé, eða frá því að Þjórsárdalsbæirnir fara
í eyði 1104 og þar til Gröf í öræfum er eydd 1362, eða um
250 ára tímabil. Inn í það tímabil fellur ritunartími forn-
bókmenntanna, og kem ég að þeim síðar.
Er þá næst að athuga þróunina á Grænlandi. Það byggð-
ist héðan um 1000, og hafa útflytjendurnir flutt með sér
þá þekkingu í húsagerð, sem þar hefur tíðkazt framan af.
Samgöngur milli landanna hafa verið tíðar lengi vel, en
á 13. öld mun Grænland aðallega hafa haft samband við
Noreg (Islendinga saga, 125. bls.). Á Grænlandi mynduð-
ust allfjölmennar byggðir, Vestribyggð og Eystribyggð,
og hafa þar fundizt sömu gerðir bæja og á Islandi, að við-
bættum fjósbænum, sem Grænland er eitt um.
Húsaskipun á Grænlandi til foma.
Grænland er eina landið, sem byggðist frá íslandi, og
það er eina landið, þar sem fundizt hefur gangabær.
Danir hafa framkvæmt víðtækar rannsóknir á fornum