Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 27
COLUMBUS OG CABOT
3
aði sér með því að halda sér í ár
og synti þannig í land. Síðar komu
önnur skip frá Genúa firmainu til
Lissabon 12. des. 1476, og virðist
Columbus hafa haldið áfram ferð-
inni með þeim til Galway á Irlandi
og Bristol. Sjálfur segir hann, að
hann hafi farið til Thule í febrúar
1477 og langt norður fyrir það.
Þetta getur ekki verið rétt. Það
er talið líklegt, að hann hafi komið
til Bristol í febrúar 1477, og getur
hann því ekki hafa verið í Thule í
þeim mánuði, því ferð svo langt
norður í höf hefði tekið fleiri vikur.
^að gæti hugsast, að hann hafi
ef til vill komist til Færeyja, enda
þótt það sé ólíklegt, því að 1477 er
hann aftur í Lissabon. Dvelur hann
þá þar um hríð, en fer 1478 til
Madeira til sykurkaupa fyrir Genúa
firmaið. í ágúst 1479 er hann í
Genúa, því að þá ber hann vitni
fyrir rétti um sykurkaupin á
Madeira og ferðina þangað. Svo
hefir hann horfið aftur til Lissabon
líklega sem verslunarerindreki, og
þar kvongaðist hann um það leyti.
Konan, Filipa Monez Perestrello,
var af bestu ættum í báða liði. Fað-
ir hennar hafði verið landstjóri á
Porto Santo, einni af Madeira eyj-
unum, og er það í mæli, þótt eigi
sé það víst, að Columbus hafi dval-
um hríð á ættaróðali konu sinn-
ar í Porto Santo. Þetta kvonfang
hans og dvöl í Lissabon hefir sjálf-
Sagt snúið huga hans að landaleit-
Um vestur í höf, enda hafði Barto-
lomeo, yngsti bróðir hans, sest að í
hissabon sem teiknari sjókorta. Hér
hafa þeir bræður umgengist sjófar-
®ndur og landkönnuði, því að
ortúgalar voru þá í stöðugum
erðum með fram vesturströnd
Afríku og vestur í haf, og höfðu
þeir þá fundið og lagt undir sig
bæði Kap Verde og Azor eyjarnar;
hafa þeir kunnað frá mörgu aö
segja, bæði sönnu og ímynduðu.
Þeir tóku þá fyrir alvöru að leita
sjóleiðarinnar til Indlands, og er
sagt, að Columbus hafi verið með í
leiðangri til Guinea 1482; kveðst
hann sjálfur hafa haft mikið gagn
af þeirri för og dregið af henni vís-
indalega ályktanir, þó þær hafi
reynst rangar. Árið eftir (1483)
lagði hann fyrir Jóhann II. Portú-
galskonung áætlun um ferð til að
leita eyja í Atlantshafi, en konung-
ur vildi hvorki veita honum styrk
né einkaleyfi, aðallega, að því er
virðist, vegna þess að Columbus gerði
svo miklar kröfur til launa og met-
orða, ef hann fyndi ný lönd. Reynd-
ar veitti konungur um það leyti
öðrum leyfi til landaleita, og hafa
sumir túlkað það svo, að hann hafi
svikið Columbus og stolið hugmynd
hans; varla mun þó ástæða til að
ætla það, því að konungur var
stöðugt að veita slík leyfi. En
hvernig sem því er annars varið,
flúði Columbus frá Portúgal til
Spánar með son sinn ungan eftir
dauða konu sinnar. Þar kom hann
til klaustursins La Rapida og náði
hylli ábótans, sem hafði verið
skriftafaðir ísabellu drotningar, og
hann hjálpaði Columbusi á fram-
færi við spönsku hirðina. Lengi
fékk hann þó þar litla áheyrn, en
loksins eftir sex ára stöðuga um-
leitan varð það að samningum milli
hans og Ferdinands og ísabellu árið
1492, að þau skyldu styrkja hann til
ferðarinnar, og gengu þau að öllum
kröfum hans viðvíkjandi þeim lönd-
um, er hann kynni að finna, sömu