Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 44
20
TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA
Manni: O-o, það hefir bara verið
hann Ari á Odda að skjóta á sel.
Solla: Kanske . . . Við skulum
fara heim.
Manni: Nei, nei, nei, nei! Nú er
að falla út, og þá er helst að finna
lifandi ígulker. Það rekur altaf upp
skelfisk undir Tröllasæti. — Það er
ekki langt. (Hann stefnir ofan að
fjörunni til vinstri; Solla til hægri).
Solla: Æi-nei, góði Manni minn.
Svo kanske finnum við ígulker á
heimleiðinni. Við getum gengið eft-
ir fjörunni.
Manni: Láttu nú ekki svona.
(Kemur til hennar og sækir brauð-
sneið ofan í vasa sinn, sem hann
réttir henni). Sjáðu hvað eg geymdi
handa þér. Svona er eg góður við
þig. (Hún tekur ekki við sneiðinni).
Hana! Viltu ekki brauð og smjör?
Solla: Eg er ekkert svöng. Eg er
hrædd. (Kjökrandi). Eg vil fara
heim.
Manni (lítur til vinstri — grípur í
Sollu): Sérðu mennina þarna út í
fjörunni? (Bendir). Þeir eru að tína
skelfisk. Heldurðu að þú þurfir
að vera hrædd, þegar þeir eru
þarna?
Solla: Eg er samt hrædd.
Manni: Jæja, þér er þá best að
skammast heim. Eg fer bara ein-
samall. Sjómennirnir finna kanske
ígulker, og eg bið þá að gefa mér
það. (Fer út til vinstri).
Solla (lítur í kringum sig og þurk-
ar tárin úr augunum): Bíddu,
Manni! Eg skal koma. (Fer á eftir
honum. — Aðalbjörg og Ragnar
koma, þögul og alvarleg, fyrir bæj-
arvegginn til vinstri; ganga yfir
sviðið til hægri. Ragnar sest á
klett).
Aðalbjörg (eins og við sjálfa sig):
Eg hefði aldrei trúað, að hann léti
fara svona með Fjóluhvamm. Mér
varð ilt áðan, þegar eg sá grjótið
og moldina þyrlast upp í loftið, í
kolsvörtum mekki. Og eg held eg
treysti mér aldrei til að skoða sár-
ið — hvamminn minn rifinn og
tættan í sundur. (Sest. Þögn).
Ragnar: Já, eg skil það. Við er-
um mörg svona barnalega viðkvæm,
þegar landið okkar á í hlut — móð-
urmoldin. Við erum einhvern veg-
inn svo samgróin landinu, að íslend-
ingurinn á á hættu að týna sjálfum
sér, ef hann beitir kröftum sínum
annarstaðar en á íslandi — sér í
lagi í Vesturheimi. Annars býst eg
við, að sama gildi um menn af
hvaða þjóð sem er, hafi ættir þeirra
búið í landinu um langan aldur.
Aðalbjörg: Ekki er eg þér sam-
dóma í þessu. Mennirnir eru hver
öðrum líkir — um víða veröld. Og
að íslenskur unglingur getur unnið
sig upp til auðs og metorða, og
skipað háan sess í landi, sem er eins
ólíkt íslandi, eins og menning þess
er ólík okkar menningu, sýnir best
að maðurinn nýtur krafta sinna,
hvar í heimi sem er. Og meðan
hann vinnur stórvirki af áhuga og
dugnaði, verður ekki með sanni
sagt, að hann týni sjálfum sér.
Ragnar: En til hvers eru stór-
virki, ef þau eru ekki í fullu sam-
ræmi við eðli og óskir þess, sem
drýgir þau, og þjóðarinnar, sem þau
eru unnin fyrir? Þér finst Aðal-
steinn drýgja ódæði með því, að
leita eftir gulli í Fjóluhvammi.
Sjálf fengir þú þig ekki til þess, og
eg ekki heldur. Og mér er nær að
halda, að Aðalsteinn ætti bágt með
það, hefði hann staðið hérna upp á
ásnum eins oft og við höfum gert,