Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 135
ÞINGTÍÐINDI
111
tíð félagsskapar vors til langframa hvllir
á herðum yngri kynslóSarinnar.
J’jóSræknismálið er mál allra íslendinga
I landi hér, og sú hugsjðn, sem vér meg-
um aldrel missa sjónar á, er að sameina
sem allra flesta íslendinga um það mál.
Pað verður ekki gert með því að ganga
uppgjafarstefnunni (defeatism) á hönd og
halda líkræður yfir sjálfum sér. Virk
framtíðartrú er það eina, sem flytur nokk-
urn málstað fram til sigurs. Pá trú hefi
eg reynt að boða og mun halda áfram að
boða framvegis í þjóðræknismálum vorum.
I djarfmæltu kvæði slnu “Frelsi,” er
hann orti I tilefni af 20 ára afmæli full-
veldis íslands fyrir tveim árum síðan,
komst Jðn skáld Magnússon svo að orði:
“Heynslan sára veri okkur vígi.
Vandinn fram til nýrra dáða knýi.
Einni fylking tengist sál við sál.
—Litla þjóð, sem átt I vök að verjast,
vertu ei við sjálfa þig að berjast.
Stattu saman heil um heilög mál.”
Pó að þessi sameiningar-boðskapur hins
snjalla skálds sé sérstaklega stllaður til
heimaþjóðar vorrar á örlagarlkum tíma-
mótum hennar, á sú lögeggjan, sem I þess-
um Ijóðlínum felst, einnig erindi til vor
íslendinga I landi hér. í félagsmálum vor-
um eigum vér um margt I vök að verjast,
við ramman reip að draga; sæmlr oss þvl,
að forðast sem mest alt það, er vekur 6-
þarfa sundrung, og standa saman heilir um
“heilög mál,” eins og skáldið orðar það. Og
hiklaust myndi hann telja varðveislu vorra
andlegu erfða I flokki þeirra mála. Takist
°ss að skipa oss sem fastast um þau mál,
uiinnugir þess, að "manndómsskyldan þung
á öllum er,” mun þess enn langt að bíða,
að smlða þurfi vora þjóðræknislegu lfk-
kistu. En það er undir oss sjálfum kom-
15, áhuga vorum, fðrnfýsi, trúmensku við
gððan máistað og sjálfa oss.
Pá hugsun hefir Jón Magnússon klætt I
hiinnistæðan búning I kvæði sínu “Vorar
samt,” er endurprentað hefir verið hér
vestra:
“Við þvl búinn vertu sjálfur:
vorið fer um lönd og álfur.
Klakans þunga bráðnar blý.
Pð að myrkvist himinn hálfur,
hann mun bjartur verða á ný,
ef þú sjálfur eldinn geymir,
engri þinni skyldu gleymir.
Alt er komið undir þvl.”
í anda þeirrar framtíðartrúar og þeirrar
eggjunar til dáða býð eg yður hjartanlega
velkomin á 22. þing pjóðræknisfélagsins.
Megi það verða oss sem ánægjulegast, því
að skrifað stendur, “vér, íslands börn, vér
erum vart of kát”; en um annað fram.
megi þingstörfin fara oss svo úr hendi, að
sæmdarauld sé að, gagn og gróði oss og
þjóðstofni vorum.
Ricliard Beck.
Var forsetanum að lokinni skýrslu
klappað ðspart lof I lófa. Árni Eggertson
gjörði tillögu, sem vara-forseti Gísli Jóns-
son studdi, að hin ágæta skýrsla forseta sé
viðtekin af þinginu. Var það samþykt
með þvi að allir stóðu á fætur.
pá voru skipaðar tvær nefndir:
ICjörbréfanefnd. ölafur Pétursson stakk
upp á og Guðmann Levy studdi, að forseti
skipi þriggja manna kjörbréfanefnd. Var
tillagan borin upp og samþykt og i
nefndina skipaðir Ásmundur P. Jóhanns-
son, Friðrik Swanson og Hjálmar Glslason.
Dagskrámefnd. Guðmann Levy stakk
upp á og Jóhannes Húnfjörð studdi tillögu
um að forseti skipi þriggja manna dag-
skrámefnd. Var tillagan borin upp og
samþykt og I nefndina skipaðir þeir Dr.
Sveinn Björnson, S. S. Laxdal og Jón
Húnfjörð.
Skrifari bar þá fram munnlega skýrslu,
þar sem hann gjörði grein fyrir því hversu
margir fundir hefðu verið haldnir á árinu
af fra.mkvæmdarnefnd félagsins og á hvaða
stöðum, og einnig yfir helstu málin, sem
verið hefðu á dagskrá. Var greinargjörö
hans viðtekin af þinginu samkvæmt tillögu
vara-forseta Glsla Jónsson og S. S. Laxdal.
pá las féhirðir Árni Eggertsson fjárhags-
skýrsluna. Var hún lögð fram I prentuðu
formi, og útbýtt meðal þingmanna. Birtist
þar einnig skýrsla fjármálaritara, skjala-
varðar og ráðsmanns “Baldursbrár.”
Reikningur féhirðis
yfir tekjur og gjöld pjóðræknisfélags
íslendinga I Vesturheimi frá 15.
febr. 1940 til 17. febr. 1941
TEKJUR:
17. febr. 1940:
Veðbréf Dom. of Canada........$ 500.00
Veðbréf Prov. of Manitoba. 2,008.19
Á Landsbanka fslands ..... 1.80
Á Royal Bank of Canada ... 95.85
Á Can. Bank of Canada..... 938.70
% 3,544.54