Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 99
ÞRIR MERKIR VESTUR-ÍSLENDINGAR
75
urðsson, sem það ár kom frá íslandi,
og sem bjó þar til dauðadags árið
1933 eða um 46 ár.
Jón var fæddur 20. apríl árið 1853
á Torfastöðum í Jökulsárhlíð og var
kominn af góðum bændaættum á
Pljótsdalshéraði. Voru þeir syst-
kinasynir hann og Jón frá Sleðbrjót.
Hann kvæntist 1876 Björgu Runólfs-
dóttur, ekkju eftir Jón Þorsteinsson
bónda á Surtsstöðum. Þau fluttust
vestur um haf eftir 11 ára búskap á
Islandi. Konu sína misti Jón sex
árum eftir að þau komu vestur og
var ekkjumaður upp frá því.
Jón var tvímælalaust með allra
merkustu íslenskum landnámsmönn-
um vestan hafs. Og áður en hann
fór frá íslandi hafði hann getið sér
góðan orðstír fyrir framúrskarandi
hjálpsemi og það, hve úrræðagóður
hann var, þegar vandræði bar að
höndum. Má lesa um það í áður-
nefndri grein í Óðni eftir frænda
hans, Guðmund Jónsson frá Húsey,
jan.-júní T932. Bjó Jón þá á Ketils-
stöðum í Jökulsárhlíð, er hann
bjargaði tveimur heimilum frá
skepnufelli og fólki frá hungur-
dauða með dugnaði sínum og rausn-
arlegri hjálpsemi. En á þessum ár-
um, einkum harða vorið 1882, varð
hann fyrir þungum búsifjum vegna
harðindanna og varð það til þess að
hann fluttist vestur nokkrum árum
seinna eins og svo margir aðrir úr
þeim sveitum.
Fyrstu árin vestra voru Jóni erfið
eins og flestum öðrum landnemum
á þeim árum. Leiðin frá Winnipeg
út í hina nýju bygð var löng þá, þó
nú sé hún stutt, þegar aka má í bíl
frá Lundar til Winnipeg á hálfum
öðrum klukkutíma eða rúmlega það
eftir ágætum vegi. í þá daga voru
samgöngufærin engin önnur en
uxar, sem lötruðu tvær mílur á
klukkutímanum, en til Winnipeg
urðu menn . að sækja allar nauð-
synjar sínar og þar var markaður-
inn fyrir þær litlu búsafurðir, sem
menn gátu selt, en þær voru helst
smjör, sem safnað var yfir sumarið.
Nautgripaeignin var lítil fyrst fram-
an af, því flestir komu aðeins með
örfáar skepnur með sér; þannig átti
Jón eina kú og einn uxa, þegar
hann byrjaði búskapinn í nýja land-
náminu, og kýrin hafði honum verið
gefin í Winnipeg af frænda hans
Eyjólfi Eyjólfssyni, sem flestir eldri
Winnipeg Islendingar muna eftir, og
sem var allra manna hjálplegastur
við landa nýkomna að heiman á
þeim árum og þá ekki síður hans
ágæta kona, Signý Pálsdóttir. Hér
um bil strax byrjuðu nýlendubúar
að veiða fisk í Manitobavatni og
fluttu ofurlítið hvítfisk til Winnipeg
til sölu. En ekki kunnu þeir mikið
til fiskiveiða allra fyrst, sem heldur
var ekki von til, því að fæstir þeirra
höfðu séð net lögð undir ís. Sagði
Jón eftirfylgjandi sögu af sér og
nágranna sínum einum, er þeir fóru
fyrst að leggja net í vatnið: Þeir
höfðu með sér stöng og færi til að
draga netið undir ísinn, en þegar
þeir komu góðan spöl frá landi,
fundu þeir sprungu í ísnum. Héldu
þeir að það væri heillaráð að leggja
netið í sprunguna, því að það spar-
aði þeim vinnu við að höggva vakir
á ísinn. En þegar þeir fóru að vitja
um netið fundu þeir hvergi sprung-
una, hafði hún gengið saman og
netið fundu þeir auðvitað aldrei.
Vöruðu þeir sig ekki á því að
sprungur í ísnum ýmist opnast eða
ganga saman eftir veðrabreytingum.