Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 59
FRÆÐIMAÐURINN HALLDÓR HERMANNSSON
35
frá laganámi að fræðimensku.
Snemma á Kaupmannahafnar-árum
sínum komst hann í kynni við
Willard Fiske, hinn mikla íslands-
vin og bókasafnara, og fór með
honum til Flórens til þess að skrá
hið íslenska bókasafn hans. Var
hann síðan á vegum Willard Fiske
°g vann með honum að ýmsum
fræðistörfum og útgáfum. Að pró-
fessor Fiske látnum (1905) varð
Halldór Hermannsson bókavörður
við hið fræga safn íslenskra bóka,
er Willard Fiske hafði gefið Cornell-
háskóla, og jafnhliða kennari þar í
norrænum fræðum. Hefir hann
gegnt því starfi síðan og átt heima
í Ithaca, að undanteknu árinu 1925-
^6, er hann var bókavörður við
^rna Magnússonar safnið í Kaup-
^nannahöfn. í meir en tvo áratugi
hefir hann verið prófessor í Norður-
Hndamálum og bókmentum við
Cornell.
Starf hans er því aðallega þrí-
Þætt: — háskólakenslan, bókavarð-
arstarfið og ritstörfin, en mjög flétt-
þó störf þessi saman í eina
oild, eins og frekari frásögn um
Þau ieiðir glögt í ljós.
Hó að bókavarðarstarfið og rit-
sförfin hafi verið meginþættirnir i
" arfi Halldórs Hermannssonar í
ornell, hefir hann samhliða þeim
a t með höndum kenslu í norræn-
Uro fræðum frá því að hann gerðist
, ar bókavörður fyrir meir en 35
síðan; enda hefir Norðurlanda-
je^acieiid háskólans, undir hand-
eioslu hans, skipað öndvegissess
e al slíkra deilda vestan hafs, að
^3 er islensk fræði snertir.
aon hefir kent bæði forna ís-
lensku og nýja, og var um langt
skeið eini háskólakennari í Vestur-
heimi, er kendi nýmálið ásamt forn-
málinu. Auk þess hefir hann flutt
og flytur árlega (vitanlega á ensku)
fyrirlestra um norræna menningu,
sögu og bókmentir. Er það orðinn
álitlegur hópur nemenda, sem
stundað hafa nám hjá honum í ís-
lensku og öðrum Norðurlandamál-
um, hvað þá þeir, er fræðst hafa
um norræn efni af háskólafyrir-
lestrum hans. Getur sá, er þetta rit-
ar, borið um það af eigin reynd,
að sama alúð og vandvirkni ein-
kenna kenslu hans sem ritstörf
hans.
En áhrif Halldórs Hermannssonar
sem kennara hafa, eins og liggur í
augum uppi, náð langt út fyrir
veggi kenslustofu hans og bókasafns
þess, er hann veitir forstöðu. Þau
hafa borist víða um Vesturheim
með nemendum hans, sérstaklega
þeim, sem einnig hafa gerst kenn-
arar, sumir hverjir í norrænum
fræðum og germönskum. Koma þau
áhrif meðal annars fram í ritstörf-
um á því sviði eða um skyld efni.
Eitt lítið dæmi þess er þetta: Árið
1932 kom út í hinu kunna tímariti
The American Scandinavian Review
góð ensk þýðing á hinni snildarlegu
smásögu Jóns Trausta, “Þegar eg
var á fregátunni” eftir konu eina
að nafni Bertha Thompson. Fór eg
að grenslast eftir því, hver þýðand-
inn væri, og kom það þá á daginn,
að hún hafði stundað íslenskunám
hjá Halldóri Hermannssyni. Þarf
þá ekki langt að leita skýringarinn-
ar á áhuga nefndrar konu á íslensk-
um bókmentum. Fer fjarri því, að
hér sé um einsdæmi að ræða í
flokki nemenda hans.