Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 112
Walter J. Lindal, héraðsdómari
Eftir séra Valdimar J. Eylands
Á föstudagskvöldið 6. febrúar
1942 var virðulegt og fjölment sam-
sæti haldið í samkomusal Hudson’s
Bay verslunarinnar í Winnipeg, til
heiðurs hinum nýskipaða héraðs-
dómara Minnedosa umdæmis, Walter
J. Líndal, K.C. Yngri deild Þjóð-
ræknisfélags Vestur-íslendinga efndi
til samkvæmis þessa, og veitti Árni
G. Eggertson, K.C. formaður þess
félagsskapar forstöðu. Flutti hann
lipurt ávarp og las einnig heilla-
óskaskeyti frá ýmsum embættis-
mönnum fylkisins og frá Thorson
ráðherra. Ræður fluttu þeir Dr.
Sidney Smith, forseti háskóla Mani-
tobafylkis; prófessor J. G. Jóhanns-
son, M.A.; G. S. Thorvaldson,
M.L.A.; Paul Reykdal; G. F. Jónas-
son; Dr. P. H. T. Thorláksson; Dr.
W. C. Graham, forstöðumaður
United Colleges í Winnipeg, og sá
er þessar línur ritar. Frumort kvæði
fluttu þeir Kristján Pálsson frá
Selkirk, og Dr. S. J. Jóhannesson í
Winnipeg. Mr. og Mrs. Kerr Wilson
skemtu með hljóðfæraslætti og söng.
I lok samkvæmisins flutti heiðurs-
gesturinn fagra og áhrifamikla ræðu.
Walter J. Líndal er Húnvetning-
ur að ætt, fæddur að Þóreyjarnúpi
í Þverárhrepp, 22. apríl 1887. For-
eldrar hans voru þau Jakob Hans-
son Líndal, sonarsonur hins nafn-
kunna Natans, og Anna Hannesdótt-
ir prests á Breiðabólstað í Vestur-
hópi. Móðir Önnu var Hólmfríður
dóttir Jóns Bjarnasonar stjörnu-
spekings í Þórormstungu í Vatnsdal.
Á fyrsta æviári fluttist Walter með
foreldrum sínum vestur um haf.
Bjuggu þau síðan á ýmsum stöðum
í Manitoba og síðast í Hólabygð í
Saskatchewan. Þar dó móðir hans
1908 en faðir hans lifði til ársins
1920. Þau hjón eignuðust tólf börn,
en Walter var sá eini sona þeirra,
sem lagði inn á hina erfiðu braut
til hærri mentunar, og vegna kring-
umstæðna foreldra sinna mun hann
hafa hlotið lítinn fjárstyrk að
heiman. Hann innritaðist við há-
skóla Manitobafylkis árið 1905, og
útskrifaðist þaðan með hæstu ein-
kunn og silfurverðlaunapening í
stærðfræði árið 1911. Þremur árum
seinna útskrifaðist hann í lögum
frá háskólanum í Saskatchewan.
Hann innritaðist í kanadiska herinn
árið 1915, og gekk í 223. herdeildina
ári síðar sem kapteinn, og fór
skömmu síðar áleiðis til Frakklands.