Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 43
FJÓLUHVAMMUR
19
1. Sjómaður: Ódauðlegan! Jú, eg
hefði haldið það, þú ert kanske bú-
inn að gleyma hvernig klöppin var
hérna fyrir tuttugu árum síðan. En
eg man það nú samt. Það var nú
ekkert Heklu-gos, sem Ausan skvetti
úr sér þá, og þó hrundi ofan af
klöppinni eins og hverri annari
spilaborg. Og eg held að einn
snarpur jarðskjálfta-kippur væri
nógur til þess að steypa þessu strák-
goði af stallinum. (Spýtir til beggja
handa).
2. Sjómaður: Eg á ekki við það,
að styttan geti ekki farist. En það
er með hana, eins og öll önnur lista-
verk. Hún er heilsteypt hugsjón,
sem grefur um sig í sálum þeirra,
sem hún hrífur, og er þar af leið-
andi ódauðleg að því leyti, sem
mannsandinn er ódauðlegur.
L Sjómaður: Ojæja. Ætli verkin
hans Aðalsteins Hamars grafi ekki
eins mikið um sig, eins og þú kall-
ar það, eins og fígúrurnar hans
Ragnars myndhöggvara.
(Heyrist dynkur frá vinstri. Þeir
spretta upp).
2. Sjómaður: Hvað var þetta?
L Sjómaður: Fyrsta höggið hans
Hamars, he, he. (Spýtir). Verka-
^aenn Aðalsteins eru farnir að
grafa um sig — he, he — grafa um
sig, eins og þú kallar það, úti 1
iýjóluhvammi.
2* Sjómaður: Að þeir séu farnir
að sprengja grjótið?
L Sjómaður: Ja-nei-nei. Þeir eru
að berja á bergþursunum, af því
peir vilja ekki skila Aðalsteini gull-
'nu svona á auga-lifandi-bili.
Ásdís (kemur fram í bæjardyrnar
ng börnin, sitt á hvora hlið. Þau
°rfa yfir fjörðinn. Börnin eru að
borða brauð og smjör): Æ, guði sé
lof, að það er ekki eldgos! (Þau fara
inn).
2. Sjómaður: Aumingja gamla
konan! Sonur hennar hristir kotbæ-
inn hennar með tundurhólkum sín-
um, án þess að hún hafi nokkra
hugmynd um, hvað er að ske.
1. Sjómaður: Ætli hún viti ekki
anskúrri lítið um aðfarir sonar síns,
svona yfirleitt, he, he. Eg held
hann segi henni ekki frá öllu, sem
á daga hans drífur, og hafi reyndar
aldrei gert það. Hún vissi ekki
einu sinni neitt um ævintýri hans
og Aðalbjargar, í Fjóluhvamminum,
þegar hann kom heim um árið.
2. Sjómaður: Það getur verið
tómt bölvað slúður.
1. Sjómaður: Slúður! He, he. Eg
var sjálfur sjónarvottur að því
(Spýtir). Var að elta rollu upp í
Tröllasæti, um sólaruppkomu, þeg-
ar eg sá þau rísa upp úr grasinu og
halda heim. Slúður! He, he. Og
Aðalbjörg hefir ekki viljað líta við
karlmanni síðan, ekki einu sinni
Ragnari. Fígúrurnar hans hafa
ekki grafið um sig í sál hennar,
he, he. Ekki nærri eins mikið eins
og auðurinn hans Aðalsteins.
(Þögn).
2. Sjómaður: Það er óðum að
falla út. Við skulum koma.
1. Sjómaður: A-já. Kræklingurinn
er vís til að róta til í þorsksálinni,
he, he. (Þeir fara út til vinstri.
Leiksviðið autt augnablik. Börnin
koma út úr bænum og Ásdís á eftir
þeim).
Ásdís: Verið þið nú blessuð, elsk-
urnar mínar. (Kyssir þau). Og nú
er ykkur best að fara heim. (Fer
inn í bæinn).
Solla: Hvaða dynkur var þetta
áðan, Manni?