Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 70
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hafa aldrei eignast íslenska drotn-
ingu, nema þá að nafninu til, haía
heldur aldrei þurft að líta né lifa
þann harmleik, að sníða af henni
kollinn, eins og forfeður ofjarla
þeirra í Vesturheimi.
Jóhönnu var unnað af mörgum
en öfunduð af fleirum. Fólkið sagði
að hún væri ein af þeim fáu fallegu,
sem aldrei mundi elska sér til ó-
happa heldur láta skynsemina ráða
fyrir sér, velja þann æskilegasta úr
hópnum og giftast honum. Enginn
vissi hvort þetta var last eða lof. En
mörg ung stúlka sunnan frá Notre
Dame og norður á Logan avenue
hefði viljað standa í sporunum
hennar Jóu í þá daga.
En hún var fornsinna, þegar til
ráðahags hennar kom, og ætlaði ao
láta foreldra sína ráða mestu í þeim
efnum. Var þessi erfð og eldri sið-
ur enn nokkuð ríkjandi hjá íslend-
ingum, en fór þó þverrandi eftir
því sem æskan náði meiri völdum
og víkkaði út ríki sín í löndum ensk-
unnar, sem af henni voru síðar
unnin af nýrri æsku.
Á alþýðuskólanum hafði Jóhanna
lokið námi sínu snemma, gengið
síðan nokkura vetur á hærri skóla
og kynt sér einnig verslunarfræði.
Nú var hún orðin bókari og vann
fyrir góðu kaupi hjá ríkum kaup-
manni á Aðalstræti. Og þó að það
væri þá alls ekki orðið eins al-
gengt og nú er, að ungmenni sitt af
hvorri þjóð stofnuðu með sér hjóna-
band, þá hafði fólkið, sem flestu
veitir eftirtekt, orðið þess vart, að
William Morrison, kallaður Bill,
sonur eigandans, myndarlegur pilt-
ur liðlega tvítugur, gat hvergi haft
augun nema þar sem hún var. Hann
hafði oft boðið henni með sér á
skemtanir, sem hún stundum þáði.
En þrátt fyrir það vissu menn ekki,
þótt þeir gætu sér til, um tilfinn-
ingar Jóhönnu gagnvart piltmum,
því engum duldist, að þetta var á-
litlegri ráðahagur en útlendri, ís-
lenskri stúlku, og bláfátækri í
þokkabót, þótt stórfögur væri,
bauðst að öllum jafnaði í Winnipeg
enn sem komið var.
Það var engu líkara en allir aðr-
ir aðdáendur Jóhönnu drægi sig í
hlé, samstundis og þegjandi, þegar
Bill kom til sögunnar. Hvað höfðu
þeir að bjóða? Og svo biðu þeir
eins og aðrir eftir því, að trúlofun
þeirra yrði opinberuð. Því þótt
ótrúlegt þætti í þá daga, var það
haft fyrir satt, að foreldrar Bills
hefðu látið sér það um munn fara,
að þau gætu ekki samvisku sinnar
vegna sett sig á móti því, að sonur
þeirra ætti jafn yndislegan ungling.
Alt þetta var foreldrum Jóhönnu
ljóst og sáu hvert stefndi, því Bill
hafði stundum talað við þau, þegar
hann sótti hana á skemtanir, eða
þegar hann fylgdi henni heim til
sín. Raunar voru þeim ógeðfeldar
giftingar milli þjóða, sem töluðu
sína tunguna hvor og áttu sínar ó-
líku sögur að baki sér, lögðu mis-
munandi og oft mjög ólíkt gildi og
mat á fjölda margt, og áttu litlar
sameiginlegar hugsanir saman nema
þær, sem heyrðu til nýbygðinni í
borgum og sveitum, ræktaðar á
barnaskólum og bornar út í hérlent
þjóðlíf. En flest þetta var al-breskur
arfur að undirstöðu, ásamt ame-
rískri þekkingu sunnan úr Banda-
ríkjum, sem var nauðsynleg þessu
nágrenni, sérstaklega í verklegum
efnum og nýungum, og blandaðist
að mestu óafvitandi hinum breska