Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 84
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
innar — frelsisþráin og einstaklings-
sjálfstæðið var mér óaðskiljanlegt
og meðskapað.”
♦
Þessi ræða, með öllum sínum
ágætum, stingur mjög svo í stúf við
skoðanir sumra annara, sem helst
virðast telja vora hagsmunalegu og
andlegu sáluhjálp byggjast á því, að
vér sníðum oss sem mest eftir öðr-
um þjóðum, t. d. Skotum, — eða þá
hið gálauslega gamburhjal frá hin-
um allra síðustu tímum, sem mest
minnir á ljóðlínur skáldsins ódauð-
lega:
Hvergi greinir skýjaskil.
Skelfing er af myrkri til,—
skyldi tunglið tóra?
♦
í sögu Heiðreks konungs er þess
getið, er Gestumblindi sat og bar
upp gátur, að konungurinn réði þær
allar jafnskjótt — nema þá síðustu:
Segðu þat it hinsta,
ef þú, Heiðrekr, ert
hverjum vitrari vísa:
Hvat mælti Óðinn
í eyra Baldri,
áðr hann var á bál um borinn?
í ræðu sinni framarlega minnist
Thorson föður síns, hversu mikið
hann hafi átt honum að þakka, og
hvert sorgarefni það var honum, að
gamli maðurinn var þá eigi lengur
á meðal hinna lifenda til að gleðjast
með honum yfir þessum vegsauka.
Mintist eg þá í huganum samtalsins
við Stefán Thorson fyrir 38 árum.
Skömmu þar á eftir varð Thomas
H. Johnson ráðherra í stjórn Mani-
tobafylkis; eftir stríðið komst
Marino Hannesson lögfræðingur á
sambandsþing í Ottawa, næstur hon-
um Joseph Thorson, — og nú er
hann orðinn ráðherra.
Eg veit eigi, fremur en Heiðrekur
konungur forðum, hverju Stefán
Thorson kann að hafa hvíslað í eyra
sonar síns áður en hann lagði í
hinstu ferðina, — en eitt er víst, að
síðasti liður spádómsins er enn ó-
rættur, — og ekki er enn örvænt um,
að hann kunni að rætast.
e
Þar sem mig dreymdi . . .
Efiir Ragnar Siefánsson
Flatneskjan er flestum leið
sem fjallahlíðum undir
lifðu barndóms blómaskeið
í birtu’ um vorsins dægrin heið —
og áttu þar sínar einu sælu stundir.
Dreymdi mig í hamra höll
hjá hreinum bergvatnslindum.