Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 40
Fjóluhvammur
— Sjónleikur í einum þætti —
Efiir Dr. J. P. Pálsson
PERSÓNUR:
Aðalsteinn Hamar (vestur-íslenskur
auðmaður).
Ásdís (móðir Aðalsteins).
Aðalbjörg (gömul unnusta Aðal-
steins).
Ragnar (myndhöggvari).
Manni (drengur).
Solla (lítil stúlka).
Tveir sjómenn og verkamaður.
Leikurinn fer fram að áliðnum
hásumardegi í heiðskíru veðri.
LEIKSVIÐIÐ: Við sjó fram, á ís-
landi. Aftast malar-kambur. — í
aítursýn mjór fjörður, — handan
við hann hraungarður frá vinstri.
— Til hægri endar hann í gíg og
myndar þannig “Ausuna.” — Tii
vinstri: Fremst stafn á íslenskum
kotbæ í gömlum stíl. — Aftar grasi
vaxinn ás. — Inst sér í háan klett
í nokkurri fjarlægð. — Til hægri:
Klettastallur. — Framar grjót og
klappir, sem brotnað hafa ofan af
klettinum og fallið sitt á hvað. —
Blómgresi milli klappanna. Á
klettastallinum til hægri stendur
standmynd af 12 —14 ára dreng,
sem ekki sést frá áhorfendunum.
(Inn á leiksviðið er gengið frá
vinstri um dyr á bæjarstafninum,
milli bæjarveggsins og ássins og
fyrir neðan malar-kambinn; frá
hægri: neðan við malar-kambinn).
Yfir malar-kambinn sér á höfuð
þeirra Sollu og Manna að tína
skeljar í fjörunni.
Solla (kemur upp á mölina, með
ofurlítinn skeljapoka í hendinni,
hinni strýkur hún hárið frá enn-
inu): Þetta er nú nóg.
Manni (aðeins höfuð hans sést yfir
mölina): Uss, nei! Sjáðu meyjar-
doppurnar hérna, og eg er ekki
nærri búinn að fylla vasana.
Solla: En því þarftu endilega að
fylla alla vasa þína?
Manni: Af því —
Solla: Mér er sama. Eg er búin
að tína nóg.
Manni: Eg finn aldrei nóg.
Solla: Þú hættir aldrei.
Manni: Við kanske finnum ígul-
ker.
Solla: Hörpudiskarnir okkar eru
fallegri en ígulkerin.
Manni: Hvað veist þú um það?
Solla: Heldurðu eg hafi aldrei séð
ígulker?
Manni: Það er það sama. Hann
Jón kaupi sagði mér, að ef maður
fyndi nýtt ígulker og þurkaði það,
án þess að hreyfa við fiskinum í
því, þá væri það sú fallegasta skel,
sem til er í heimi.
Solla: Jón kaupi hefir ekkert vit
á því, hvað fallegt er.
Manni: Hann hefir verið í Reykja-
vík.
Solla: Hann er eins og hrafna-
fæla, þegar hann er kominn í spari-
fötin.
Manni: Hann hefir ferðast alveg
yfir landið.
Solla: Hann tínir aldrei blóm.
Manni: Hann hefir siglt á stóru,
stóru, voðalega stóru skipi.
Solla: Hann hlær og ruglar vit-
leysu, þó lóan sé að syngja.