Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 53
FJÓLUHVAMMUR
29
Aðalbjörg: Eg hélt þér mætti
standa á sama um mig.
Aðalsleinn: Nei, Borga. Ekki eftir
að hafa talað við þig núna. Og þér
stendur heldur ekki á sama um mig.
Aðalbjörg: Það er nú nokkuð
öðru máli að gegna, þar sem heims-
frægur maður á í hlut.
Aðalsteinn: Og er það þá aðeins
auðurinn, en ekki eg sjálfur, sem
þér er ekki sama um?
Aðalbjörg: Þættistu nokkur mað-
ur, værir þú eignalaus?
Aðalsteinn: Er það þá aðeins
eigna minna vegna, að þú hefir
aldrei gifst?
Aðalbjörg: Eg held að það sé
áreiðanlega eitthvað til í því. Finst
þér það ekki skynsamlegt af mér,
að hafa haft taum á tilfinningum
mínum, þar sem auður þinn var
annars vegar?
Aðalsteinn: Á eg að skilja það
SVO, að þú — að þér hafi þótt vænt
um einhvern annan en mig?
Aðalbjörg: Eg sé ekki, hvað það
kemur málinu við. Eg hélt eg hefði
sannfært þig um, að eg hefi lært
að láta vitið ráða fyrir mér.
Aðalsteinn: En það er ómögulegt,
að þú sért búin að gleyma því, sem
okkur fór á milli, þegar við bund-
um heit okkar.
Aðalbjörg: Blessaður vertu! Við
vorum ekki með rjúkandi ráði. Hve-
nær var það annars? Þú ert þó viss
Uln að þig misminni ekki?
Aðalsteinn: Eg hélt þú gleymdir
seint nóttinni í hvamminum.
Aðalbjörg: Ja, svona er það nú
samt. Það hefir verið meira en
víma í mér þá nótt. Eg hefi verið
úauðadrukkin — af tilfinningum.
(Hlær).
Aðalsteinn: Eg er ekki að spauga,
Borga, og eg skil ekki, hvaða hlát-
ursefni þú finnur í — í endurminn-
ingunum um trúlofun okkar.
Aðalbjörg: Mér finst lítið vit í,
að tala alvarlega um loforð, sem
gefið var fyrir tuttugu árum síðan,
í því ástandi, sem við vorum þá —
heimsk og sentimental, eins og þú
sagðir áðan.
Aðalsteinn: Hefir þú þá aldrei
hugsað til mín í 'öll þessi ár?
Aðalbjörg: Sei, sei, jú. Blöðin
hafa verið full af fréttum um gengi
þitt í Vesturheimi; svo hefir móðir
þín oft minst á þig við mig.
Aðalsteinn: Eg á ekki við það,
heldur hitt — hefirðu ekki þráð
afturkomu mína? Ekkert langað til
að — að sjá mig?
Aðalbjörg: Eg veit varla hvað eg
á að segja um það. Á meðan
Borga var heimsk og sentimental,
þráði hún víst hann Steina. En nú
eru þau búin að fá fult vit. Við
skoðum hlutina í ljósi skynseminn-
ar, og það ljós þola þrárnar ekki.
Þær veslast upp og deyja, komi þær
út úr rökkurmóðu tilfinningavím-
unnar.
Aðalsteinn: Laukrétt! í verkleg-
um umsvifum mínum í Vesturheinn
gleymdi eg þér, eða réttara sagt,
henni Borgu litlu, hafði enga löngun
til að mæta henni framar. Enda
hefir hún ekki látið sjá sig.
Aðalbjörg: Og þú getur hugsað
þér að hún sé dáin. Þú hefir þó
ekki kviðið fyrir að rekast á hana?
Aðalsteinn: Eg kvíð aldrei neinu.
En það hefði verið rétt eftir öðru,
sem áhrærir komu mína til íslands,
að móðursjúk meykerling hefði
hermt upp á mig gömul loforð, sem
gefin voru í hálfgerðri vitfirring
og algerðu hugsunarleysi.