Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 67
Norður á Ross
Hálfsönn saga efiir Þorsiein Þ. Þorsieinsson.
Aldrei þessu vant, kunni fólkið
engin deili á Manna A. Thorsdal
þegar honum skaut upp einn sumar-
daginn norður á íslendinga stræt-
inu Ross í Winnipeg. Hann leit út
fyrir að vera innan við þrítugt, hár
og herðibreiður, fríður í andliti en
þó karlmannlegur. Úr augunum
skein oft gletni og stundum sást í
þeirn kankvís glampi, þegar hann
var spurður í þaula um eitthvað,
sem hann kærði sig ekki um að
svara. Hann settist að í einu borð-
ings-húsinu, og þar vitnaðist það,
aS hann hét fullu nafni Ármann og
Var Ármannsson, og hafði lengi
dvalið suður í Bandaríkjum, langt
fyrir sunnan allar íslenskar nýlend-
Ur.
Fólkið, sem flestu smíðar skóinn,
jafnvel þeim fótum, sem ekki eru
til, sagði að ættnefni hans benti til,
að hann væri kynjaður úr Þóris-
hal á fslandi, og mundi því kominn
af útilegumönnum. En það eití
sagði hann af sjálfum sér, að hann
kæmi sunnan úr Ríkjum, væri ó-
kvæntur, ættaður úr fegurstu sveit-
funi á íslandi, ætti til stórhöfðingja
^ð telja í framættir, búið síðustu
arin með amerísku fólki, en hefði
haft löngun til að kynnast bæjar-
hrag höfuðborgar íslendinga í Vest-
orheimi.
Manni talaði ensku líkt og inn-
fæddur Jankí, og íslensku mikið
hreinni en þá var alment siður í
Winnipeg. En af því hann var öllu
etur búinn og með öðrum blæ en
þá var títt hjá íslendingum, vakti
hann strax talsverða athygli hjá
flestum, og öfund hjá sumum.
Ross, sem snýr í austur og vestur,
og heitir því avenue þar í borg en
ekki stræti, því þau snúa í norður
og suður, var þá enn í íslenskum
blóma sínum með tvær hálf-íslensk-
ar götur á hvora hlið í Pacific að
norðan og Elgin að sunnan — og
raunar fleiri götur og stræti þar í
kring, sem voru dálítið íslenskar,
og bergmáluðu líka oft hið forna
og rómantíska mál landanna, og
stundum svo hátt, að ekkert heyrð-
ist til engil-saxneskunnar nema fá-
ein hræðileg blótsyrði, þegar hún
heyrði ekki lengur til sín.
Sléttan, sem lá nokkuð fyrir
sunnan fslendinga, milli Notre
Dame og Portage avenue en vestur
af Sherbrook stræti, — og litlu síð-
ar varð, og er enn, aðal heimkynnx
íslendinga í Winnipeg, og Sargent
avenue þeirra meginstöð, — var þá
að byrja að byggjast með nýju
fjöri, nýjum strætum og nýjum
húsum, svo heita mátti, að boom-ið
bærist norður til landanna með
hamarshöggunum og sagarhljóðinu
úr suðrinu, á meðan Ross og næstu
göturnar þar í kring biðu íslenskrar
afturfarar, nýrrar járnbrautalagn-
ingar og meira reyks, hrörnunar og
sumstaðar auðnar.
Á þessum fyrstu árum tuttugustu
aldarinnar, bjuggu yfirmenn og
undirgefnir á Ross, embættismenn
og skurðakarlar. Þar var íslenskt