Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 101
ÞRÍR MERKIR VESTUR-ÍSLENDINGAR
77
eg með honum nokkrar póstferðir.
Vegir voru þá engir til og bleytan
afskapleg, svo að allar lægðir voru
fullar af vatni, var vatnið víða í
kvið og jafnvel á miðjar síður á
hestum. Jón keyrði oftast greitt og
kærði sig ekkert um þó að maður
fengi aurslettur í andlit eða á föt
sín. Gengu stundum vatnsgusurnar
yfir höfuð á manni þegar hann
keyrði út í keldurnar. Stóð hann þá
upp í vagnsætinu og veifaði keyrinu
ótt og títt, þegar tvísýnt var um,
hvort alt draslaðist yfir, og hló svo
þegar yfir var komið. Var gaman
að því ferðalagi, því hann var svo
kátur, skrafhreyfinn og skemtilegur.
Það gat engum leiðst, sem með Jóni
var, hvort heldur það var á ferða-
lagi eða heima fyrir. Altaf var sami
áhuginn og ákafinn með að komast
áfram og sama léttlyndið og glað-
værðin.
Jón hafði mikla skemtun af aö
lesa. Einu sinni var hann á ferö
frá Winnipeg ásamt fleirum í bíl.
Það var áður en hinn nýi vegur ., sem
nú er, var lagður. Bíllinn hristist
ákaflega þar sem óslétt var. Jón
hafði náð í einhverja bók, sem hon-
um þótti skemtileg og var niður-
sokkinn í að lesa hana. Samferða-
menn hans furðaði á að hann gseti
lesið í þvílíkum hristingi, en Jón
hélt áfram og gaf sig ekkert við
skrafi þeirra. Samt fór svo að lok-
um, að hann varð að láta bókina
aftur, enda var þá komið á þann
kafla vegarins, sem mátti heita ó-
íær með öllu, þegar blautt var, og
næstum ófær þó þurt væri. Höfðu
þeir, sem með honum voru fyrir
satt, að engum nema Jóni hefði
komið til hugar að lesa í bílnum.
En þessi saga, þó smávægileg sé,
sýnir kappið og áhugann; hann varð
niðursokkinn í bókina og honum
var ekkert fjær skapi en að hætta
meðan nokkur kostur var að halda
áfram.
Til er önnur smásaga, sem sýnir
hvað vinsæll hann var. Það var
eitthvað ári eða tveimur áður en
hann dó, að hann var staddur í
Lundar-þorpinu hjá kunningja sín-
um einum, og bar þar að farand-
prédikara, sem var allæstur og þótt-
ist rétt-trúaður mjög. Hann gaf sig
brátt á tal við Jón og vildi fá að
vita um trúarskoðanir hans. Jón
var ekki myrkur í máli og sagði
prédikaranum hiklaust hvaða stefnu
hann fylgdi í trúmálum. Var þá
prédikaranum nóg boðið og sagði
hann Jóni jafn hiklaust á hvaða
leið hann væri og þar með, að hann
hefði gefið honum aðvörun. Skildi
þar með þeim. En sagan barst út
og fólk varð prédikaranum sárreitt.
fyrir hönd Jóns, fanst það meira en
lítil ósvífni af honum að ætla að
fara að knésetja öldunginn og segja
honum til syndanna, þótti hinum
gamla sæmdarmanni misboðið með
slíku skrafi, sem og líka var. En ef-
laust hefir Jón eftir á haft gaman af
gaspri prédikarans, þótt vel geti ver-
ið, að honum hafi runnið í skap í bili.
Jón andaðist 4. mars 1933 næstum
80 ára gamall. Hafði hann verið
veikur nokkuð lengi áður en hann
dó, en var glaður og hress fram
undir það síðasta. Jarðarför hans
var mjög fjölmenn. Löngu áður en
hann dó var Jón sonur hans tekinn
við búinu. Síðasta stórræði gamla
mannsins var að láta byggja ásamt
syni sínum mjög stórt og vandað
íbúðarhús á heimilinu. Naut hann