Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 131

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 131
ÞINGTÍÐINDI 107 lendingum verður eigi ðsjaldan tíðrætt um Það, að vér séum, eins og laukrétt er sögulega, aíkomendur þeirra manna, sem nefndir hafa verið “frumherjar frelsis.’- Pað er gott til frásagnar, ef það er rétt skilið og rétt með farið. En holt er að minnast þeirra orða Henriks Ibsen, að "Það gefur ei dvergnum gildi manns, þó Golíat sé afi hans”; menn vaxa ekki um Þumlung af því einu sér að miklast af frægð feðra sinna. En frægðarorð fornra dáða hefir hinsvegar, orðið og getur orðið kynslððum og einstaklingum hvatning til nýrra afreksverka, uppspretta andlegrar yngingar; í því liggur gildi varðveislu sögu liðinna alda, vorra fornu feðra, og Það skildi Ibsen einnig fyllilega, þvl að hann sagði: “Framtlð vex af frægðarsög- um.” Pá fyrst er hin norræna sjálfstæðis-hug- sjðn vakandi hjá oss, ef meðvitundin um Það, að vér erum afkomendur “frumherja frelsis" er oss eggjan til frjósamra dáða I Þágu frelsis og mannréttinda. Og I hinni miklu baráttu, sem nú er háð milli lýð- ræðisstefnunnar annarsvegar og einræðis og ofbeldis hinsvegar sæmir oss íslending- nm það eitt að skipa oss eindregið I sveit Þeirra, sem eru forvígismenn lýðræðisins, enda þðtt það kosti fðrnir af vorri hálfu. Pað er að sýna trúmensku við norrænar og íslenskar drengskapar-, manndðms og sjálfstæðis-hugsjðnir; en eins og skáldið Jðn Magnússon segir réttilega: “Sú þjðð, sem tignar trúmenskuna I verki, hún tendrar eilíf blys á sinni gröf.” + Skal þá rent augum yfir störf félagsins °g hag á árinu. Verður þá fyrst fyrir að bainnast þeirra félagssystkina, sem horfið hafa úr hðpnum, en þau eru þessi, eftir heim upplýsingum, sem fjármálaritari Guð- biann Levy hefir gððfúslega látið mér I té: Halidór Halldðrsson, Sherwood, N. Dak.; Hjálmur porsteinsson, Gimli; Gísli Jðns- son, Winnipeg; Jðn Guðmundsson, Gimli; Sigtryggur ölafsson, Winnipeg; Sigurður ^ilhjálmsson, Winnipeg; Stefán Brandson, 'W’innipeg; Mrs. Helga Stephansson, Mark- erviHe, Alberta; Mrs. Margrét Byron, Win- nipeg; Mrs. Grða Brynjðlfsson, Winnipeg; Mrs. Valgerður Thordarson, Winnipeg; Asbjöm Sturlaugsson, Akra, N. Dak.; Sigurður M. Melsted, Mountain, N. Dak.: Grlmur Laxdal, Árborg; Mrs. Kristín Schram, Árborg; B. G. Thorvaldson, Piney, Carl Anderson, Winnipeg; Mrs. Chris. John- son, Duluth, Minnesota, og Sigurður Sölva- son, Winnipeg. Með söknuði I huga þökkum vér þessum félgssystkinum fyrir trygðina við vor sam- eiginlegu áhugamál og tjáum skyldmenn- um þeirra innilega hluttekning vora. Pá barst mér laust fyrir helgina sú harmafregn, að látist hefði skyndilega heiðursfélagi vor, Dr. Frank Stanton Cowley, prðfessor I Norðurlandamálum við Harvard háskðla. Hann var hinn einlægasti íslandsvinur, fræðimaður gðður og drengur hinn besti. Er því mikil eftirsjá að honum. Hefi eg þegar bréflega vottað ekkju hans samúð félags vors út af fráfalli hans á besta skeiði. Stjðrnarnefnd félagsins hefir leyst af hendi þau verk, sem henni voru falin, eftir því, sem ástæður leyfðu og hagkvæmt þðtti; auk þess berast henni jafnan ein- hver ný mál til fyrirgreiðslu. Er mér skylt og ljúft að þakka ágætt samstarf með- nefndarmanna minna og virkan áhuga þeirra á starfinu. útbreiðslumál Útbreiðslumálið hefir eins og áður verið eitt af aðalmálum félagsins. Er það fagn- aðarefni, að vér getum á þessu þingi boð- ið velkomna eina nýja sambandsdeild I aðalfélaglð, en það er söngfélagið, “Harpa” I Bellingham, Washington, með 24 félags- mönnum; forseti þess er Freya Bourne, en söngstjðri H. S. Helgason, tónskáld; þökkum vér stjðrnendum og félagsmönn- um fúsleika þeirra til að eiga samvinnu við oss. Vonum vér ennfremur, að þess verði eigi langt að blða, að pjóðræknisfé- lagið færi út hið nýja landnám sitt vestur við haf. Allmargir einstaklingar víðs- vegar um álfuna hafa einnig gengið I fé- lagið á árinu, en fjármálaritari mun leggja fram skýrslu um nýja félaga. pá hafa ýmsir úr stjðrnarnefndinni tal- að máli félagsins með ræðum og erindum. Vara-forseti GIsli Jðnsson flutti kveðjur félagsins á íslendingadeginum að Gimli; ritari séra Valdimar J. Eylands flutti þar einnig ávarp; af hálfu stjðrnarnefndar hélt hann og ræðu á sameiginlegum fundi deild- anna I Árborg og Riverton; einnig var hann ræðumaður á samkomu Laugardags- skðlans hér I borg. Peir féhirðir Árni Eggertson og vara-féhirðir Ásmundur P. Jðhannson hafa sagt frá Islandsför sinni á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.