Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 108
84
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Johnson. Eftir það átti hún aðgang
að öllum merkustu enskum tíma-
ritum beggja megin hafsins.
Árið 1894 kom fyrsta kvæðabók
hennar út, prentuð á Englandi. Alls
komu út 3 kvæðabækur eftir hana
og heildarútgáfan af ljóðum henn-
ar, “Flint and Feather,” hefir verið
marg endurprentuð.
Sjálfsagt hafði ungu canadisku
skáldunum að einhverju leyti vaxið
vængir við útgáfu “Söngvanna,”
því árið 1892 var stofnað til kvæða-
kvölds í Torontoborg, og þar lásu
ýms skáld upp kvæði sín. Pauline
Johnson flutti þar kvæði; var það I
fyrsta skifti, sem hún las upp opin-
berlega. Tígin og róleg í fasi gekk
hún fram fyrir fólkið: en með
leiftrandi augum og töfrum á tungu
þrumaði hún yfir skáldin og Toronto
búa, utanbókar, “Hróp Indíánakon-
unnar.” — Drotning rauðra manna
talaði þarna, fyrfr munn þjóðar
sinnar, til sigurvegaranna, og skar
ekki utan af orðunum. Af þessu
skáldamóti gekk hún sigrandi af
hólmi; og þó voru þeir staddir þar
á þingi með kvæði sín Archibald
Lampman, Duncan Campbell Scott
og William Wilfred Campbell, sem
allir voru, þá þegar, ágætis skáld.
Toronto-blöðin lofuðu mjög list
hennar, ekki einungis ljóðin, heldur
engu síður snildar upplestur og
leiklist, og var hrifningin svo al-
menn, að hálfum mánuði síðar las
hún kvæði sín fyrir fullu húsi í
einum stærsta sal borgarinnar.
Þannig byrjuðu 16 ára ferðalög
hennar, fram og aftur um þetta
land, frá hafi til hafs, báðu megin
landamæranna. Margir ágætismenn
reyndust henni hollvættir í sam-
bandi við ferðir hennar hér í landi,
hvort sem leið hennar lá um hálf-
gjörðar óbygðir eða inn í fínustu
samkomusali og leikhús stórborg-
anna. En alstaðar var sama sagan:
Hún kom og sá og sigraði. Þrjár
ferðir fór hún til Englands og þar
eignaðist hún marga vini og aðdá-
endur, einkum meðal skálda og
listamanna.
Á ferðum sínum hér í álfu reyndi
hún jafnan að komast í samband
við Indíánana, lagði hún þá oft
lykkju á leið sína. Þeir áttu hug
hennar og hjarta. Þjóðsögur og
ævintýri þeirra voru henni hug-
næm. “Þjóðsögurnar frá Van-
couver” sýna hve snildarlega henni
lét að fara með þau efni, jafnvel
steinarnir tala og segja frá mann-
legum tilfinningum og þrám, segja
frá sigrum, sem byggjast á mann-
kostum, trúmensku, úthaldi og ó-
eigingjarnri ást.
í þjóðsögunum les skáldkonan
sögu rauða mannsins — og sér þar
sýnir. Það er frumstæður þróttur
og seiðandi fegurð í hörpuslætti
hennar, þegar hún kveður horfnar
hetjur og hjartaprúðar konur fram
úr skuggum fortíðarinnar, — fram
úr þokuslæðum löngu dreymdra
drauma. — En þó brennur sál henn-
ar heitast yfir afdrifum Indíán-
anna. Þar kveður hún við sama
tón og valkyrja. Skáldkonunni
svíður undan öllum óréttindum og
ennþá sér hún menn kjósa sér
Barrabas.
í gegnum öll kvæði hennar geng-
ur eins og rauður þráður aðdáun á
réttlæti, sannleika og fegurð, fegurð
jarðarinnar, fegurð mannlífsins, á
að vera eign og óðal allra manna.
Eftir því sem henni vex þroski,
hugsjónir hennar hækka og stækka,