Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 74
50
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
að flytja vestur að neinu ráði að
heiman, því hún stendur sér en
ekki í sambandi við hina fornu og
ramm-íslensku trú á vofur, sem
nokkrir vesturfarar fluttu með sér
frá byrjun útflutninga, en sem misti
einkennilega fljótt magn sitt og sér-
kenni í umhverfinu nýja, dagaði
uppi og gleymdist eins og alt, sem
verður á eftir tímanum.
En þó að andatrúin nýja væri ó-
lík þjóðtrúnni á svipi og sálir fram-
liðinni í líkamlegu gervi, sem oft
birtist á liðnum öldum í ímynd
hrellingar, harðleikni og vanmáttar
hinnar þjáðu þjóðar, þá stóð hún
nokkuð hliðstæð draumatrú margra
íslendinga að fornu og nýju, þar
sem draummaðurinn útskýrði margt
dularfult úr annari tilveru fyrir
þeim, sem svaf, og sagði honum
stundum fyrir óorðna hluti líkt og
sagnarandinn, sem er enn annað
fyrirbrigði.
Þó að íslendingar væru þá stutt
á veg komnir með að rannsaka
leyndardóma sálarinnar, þá hafði
því þó verið trúað í allmörg ár af
ýmsum mönnum suður í Bandaríkj-
um, að hinir látnu gætu gert sig
skiljanlega jarðneskum mönnum á
ýmsan hátt. Þannig segir Bootli
Tarkington rithöfundur frá Indian-
apolis frá því í sögu æskuára sinna:
As I seem io me (1941), að þegar
hann var 14 ára drengur (um 1882),
hafi sumt af nánustu skyldmennum
sínum látið borð hreyfast á óskilj-
anlegan hátt, og fengið fréttir frá
framliðnum frændum sínum og
vinum, með því að spyrja þá og fá
svör þeirra með vissum höggum
borðsins, sem táknuðu orð og setn-
ingar. Seinna komu lifandi miðlar
í stað borðanna í Bandaríkjunum,
þó að íslendingar þektu þá lítið ann-
að en borðið, beggja megin landa-
mæranna.
Mörgum trústerkum löndum á
gamla vísu, var lítt um þessar listir
gefið, og mæltu líkt og gamli Tark-
ington, afi Booth rithöfundar, sagði
liðugum 20 árum áður, að það væru
ekki hrekkir og svik mannlegs
hyggjuvits, sem orsökuðu höggin, en
þar sem þetta gætu ekki verið góðir
andar frá himnaríki, vegna þess að
ekkert stæði um þetta í biblíunni,
þá hlytu þeir að vera frá hinum
vonda. En íslendingar vissu þá ekki
hvað sá karl hafði sagt, og nýjunga-
girnin var svo mikil hjá þeim fáu,
sem nokkuð vissu um þessar annars
heims fréttir, hvað sem aðrir sögðu,
að þeir stóðust ekki freistinguna,
en lögðu sínar lúnu hendur á eld-
húsborðið, stofuborðið eða hvert
það borð, sem laust var þá stundina,
og sátu í myrkrinu kringum það og
væntu nýrra fyrirbrigða.
Magnús Arason var einn þeirra
landa, sem notaði borð til að leita
frétta að handan, og varð nokkuð
ágengt. Kvaðst hann hafa fengið
þær upplýsingar um afa sinn og
ömmu, sem fyrrum þóttu merkis-
hjón, vel að sér og sómi sveitar
sinnar, að þau hefðu valið sér það
starf fyrir handan, að taka á móti
öllum þeim íslendingum vestan
hafs, sem týnt hafa niður móður-
málinu, eða aldrei lært það svo vel,
að þeir gætu hugsað og talað a
íslensku um alla eilífð eins og hinir.
sem að heiman komu. Grunaði
Magnús, að þau gerðu þetta í minn-
ingu um vesturför sína, því þaU
höfðu haft mikið dálæti á honum,
en dóu úr einni landfarsóttinni vor-
ið, sem hann var fermdur.