Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 79
NORÐUR Á ROSS
55
dagana, var Magnús bóndi oft mjög
hugsi, og hann gerði konu sína einn-
ig mjög alvörugefna. Þau töluðu
°ft við dóttur sína, sem sýndist
jafnvel glaðari eftir en áður, en
trúlofunin var ekki opinberuð.
Eftir hálfan mánuð var Jóhanna
ekki lengur bókari hjá kaupmann-
inum. Þá var hún trúlofuð Manna
rneð hjartanlegri íslenskri gleði
föðursins og fullu samþykki móður-
innar. En íslendingar trúðu ekki
sinum eigin eyrum.
Litlu eftir fyrstu snjóa giftu þau
sig og eyddu hveitibrauðsdögunum
inngt suður í Bandaríkjum. Komu
þau ekki aftur til Winnipeg fyr en
naeð vorinu, þegar ísa tók að leysa
af ánum, sem renna um bæinn frá
suðri og vestri og sameinast þar.
Þá var þeim vinnandi mönnum
farið að fjölga á borðingshúsunum
a Ross, sem ruku á fætur í bítið til
a<3 komast af störfum sínum fyrir
klukkan sjö. Þeir, sem langt áttu
að fara í vinnuna, dingluðu dinner-
fötu í hendinni — gallon-blikk-
fötu með höldu, sem miðdegisverð-
Ur þeirra var geymdur í: smurðar
brauðsneiðar, sykurmolar og annað
matarkyns í sérstakri hálfkönnu
undir lokinu, og mikið af kaffi á
botni fötunnar, sem gutlaði í þegar
hlaupið var.
En Manni þurfti ekki að flýta
sér úr rúminu frá Jóhönnu. Lóð-
irnar suður á sléttunni sváfu róleg-
ar þangað til nýr eigandi vakti þær
með nýju húsi. Og eignasalarnir,
sem seldu þær, fóru sjaldan á
skrifstofur sínar fyrir allar aldir
eins og verkamennirnir í vinnu sína
á þeim dögum. En svo hafði Manni
líka keypt um haustið lóðina, sem
hið vandaða íbúðarhús þeirra Jó-
hönnu átti að standa á, og hann ætl-
aði að reisa þegar allur klaki færi
úr jörðu.
Þar ætluðu þau að búa í fram-
tíðinni — íslenskri framtíð. En þá
strax var efinn og útlitið farin að
stinga saman nefjum um hvort ís-
lendingar mundu fram árin og ald-
irnar yngja tungu sína og þjóðlíf á
vörum og í sálum sinnar eigin æsku,
eða byrla sér íslenska elli og al-
dauða úr æskuveigum annara þjóða
og annarar tungu.
í NOREGI ER VARIST
(viS lestur fregna frá Noregi)
Noregi er varist, þótt véla sé neytt
valdi hins sterka án náðar beitt,
Par griðnfðingar með Gleipni binda,
en gæfa Noregs mun fjötrum hrinda.
Uns dögum hefndanna dregur að,
frá Dölum eystra og vestur að Stað,
frá Lfðandisnesi til nyrstu stranda
mun norska þjóðin á verði standa.
Og þá munu Quislingum greiðast þau gjöld,
að geymi þá exin og moldin köld.
Hin prússnesku stríðsþý rökin þau reyna,
að réttlætið geldur ei brauð fyrir steina.
Árni G. Eylands.