Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 46
22
TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA
uppruna, í þágu ættlandsins. Því
það var ást ykkar og traust á
Aðalsteini, sem vakti og glæddi hjá
mér þá hugarsýn, sem eg reyndi að
móta í steininn. En eins og stand-
myndin á hvergi eins vel heima
eins og hér á klöppinni, eins fær
meðfætt táp Aðalsteins og vitsmun-
ir hvergi notið sín, fyrst hann yfir-
gaf átthagana.
Aðalbjörg: En mér finst hann
einmitt hafa notið kraftanna betur
í Vesturheimi, en hann hefði gert
hér heima. Hvaða verksvið hefir
landið okkar að bjóða stórhuga aí-
reksmönnum?
Ragnar: Meira verksvið en nokk-
ur önnur þjóð! Við erum svo af-
skektir og fámennir, að gallarnir
hjá okkur blasa við, hvar sem litið
verður. Verkefnin eru alstaðar að
finna. Við getum, að kalla má, á
svipstundu gert heildar-yfirlit og
séð, hvar kraftar okkar kæmu helst
að notum. Og meðvitundin um það,
að landinu sé brýn nauðsyn á því
besta, sem í okkur er spunnið, knýr
okkur fram til að reynast nýtir og
afkastamiklir.
Aðalbjörg: Eins og íslendingar
séu einir um þetta! Veraldarsagan
sýnir að þetta, sem þú vilt gera sér-
eign okkar, hefir verið orkulind
flestra þjóðskörunga heimsins.
Ragnar: Að vísu er það rétt, en
geturðu bent mér á einn einasta
slíkra manna, sem uppi sé nú í
Vesturheimi — einn einasta, sem
má sín í nokkru? (Þögn). Þjóðin er
orðin svo mannmörg, þjóðlífið svo
margþætt, iðnaðurinn svo stórfeld-
ur, að einstaklingurinn sér hvergi
nærri út yfir þjóðfélags-heildina.
Umbótamaðurinn, hversu einlægur
og ötull sem hann er, verður að
takmarka starfsvið sitt innan vissra
vébanda, og hversu vel sem hon-
um vinst á, í sínum takmarkaða
verkahring, rekur hann sig alstað-
ar á. Honum er um megn að gera
sér grein fyrir öllum þeim öflum,
sem honum eru andstæð; og þegar
loks hann finnur: að hversu vel sem
hann vill samborgurum sínum,
verða allar tilraunir hans árangurs-
lausar, þá er hætt við að hann gef-
ist upp og fari að eins og hinir —
beiti sér til þess eins, að komast
áfram, eins og kallað er. Geri hann
það ekki, er honum útskúfað. Hann
er talinn landráðamaður og heppinn
ef hann lendir ekki í fangelsi.
Aðalbjörg: En við vitum vel, að
til eru menn í Vesturheimi, sem
lifa aðeins fyrir hugsjónir sínar.
Ragnar: Víst er svo. En það eru
ekki auðmennirnir. Og allra síst
auðmenn, sem hófu baráttuna fá-
tækir unglingar úr framandi landi.
Aðalbjörg: En þegar þessir út-
lendingar hverfa svo heim, og beita
þekkingu sinni og auðæfum í þarfir
fósturjarðarinnar? Ekki þarf Aðal-
steinn að finna gull hér á íslandi
sín vegna. Hitt er líklegra: að hann
hafi fundið til fátæktar íslensku
þjóðarinnar, og langi til að bæta úr
henni.
Ragnar: Það verður aldrei gull,
sem eflir hamingju íslands.
Aðalbjörg: Þó eg hafi lítið vit á
fjármálum, finst mér sennilegt, að
hagur þjóðarinnar batnaði, ef hún
eignaðist nýjan gullforða. (Þögn).
(Ragnar lítur brosandi til Aðal-
bjargar. Andlit hans ummyndast.
Hún verður glaðvær í bragði). Þ'J
ætlar að segja mér sögu!
Ragnar (með glaðværð og fjöri):
Þegar eg var lítill, lék eg mér að