Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 119
ALGENG SAGA
95
Hann rak mig—hann rak mig í burtu
— það reiðarslag ennþá eg finn —
hann sagði mér út eins og seppa
—og samt—var það húskofinn minn.
Svo fór eg til Margrétar minnar;
en mér var þar tæplega vært,
því alfrjálst í annara húsum
er engum — það hefi eg lært.
Eg daglega hátt og í hljóði
það heyrði, og nærri mér tók:
með húsið til fjandans það færi
að fylla hvern einasta krók.
Svo tilkynti Margrét með tárum
og tilraun að réttlæta sig,
að fjölskyldan vaxandi væri,
því væri’ ekkert rúm fyrir mig.
Þá yfir mig aumkaðist Tommi,
— hann elstur af drengjunum var —
Eg aldrei sá þvílíka auðlegð
né önnur eins stórhýsi’ og þar.
En börnin!—Mér blöskraði’ að heyra
þann blessaðan villinga hóp!
Hann öskraði hærra’ en alt annað,
frá eilífð, sem náttúran skóp.
Og stundum eg reyndi að stilla
er stjórnleysið ákafast var.
Það venjuleg voru þá svörin:
eg væri’ enginn húsbóndi þar.
Eg ritaði Rebekku minni,
og ritaði ísak um leið;
þau voru þá vestur í ríkjum —
eg veik eftir svarinu beið.
Um síðir þau svöruðu bæði,
og svarið frá báðum var eins; —
eg sá að það vænlegast væri
að vænta’ ekki hjálpræðis neins.
Um það að eg þyldi’ ekki hilann
var þrítekið Rebekku svar.
Um það að eg þyldi’ ekki kuldann
öll þvælan frá ísaki var.
Já, börnin mín brugðist mér hafa
og beygt mig og sáryrði mælt
og flækt mér og hrjáð mig og hrakið
og hjarta mitt lamað og kælt.
Þó tókst mér að halda’ uppi höfði
og herklæðast uppgerðar sæmd
uns Kalla minn kaldan sem jökul
eg kvaddi — á sveitina dæmd.
Á sveitina! — Svona’ er það komið
— þó sæmir ei kvein eða væl —
Og börnunum bæn mín er þessi:
Guð blessi’ ykkur! — Verið þið sæl.
Hve langar og ljósvana nætur
oft lá eg, það veit ekki neinn,
og bað fyrir hópnum í hljóði'—
þá heyrði mig skaparinn einn.
-f
II.
AF SVEITINNI
“Til óknytta var eg fremst í för
og flæktur í alls kyns strákapör,
með tilbúin svörin tvenn og þrenn
á tungunni” — Þetta sögðu menn.
“Um skyldur eg sveikst, úr skóla
stalst,
í skammarkrókum og myrkri falst;
með tálsnörubrögðin tvenn og þrenn
á tak teinum” — Þetta sögðu menn.
Sem kýli mannfélags kristilegs
og krakkanna verstur allra sex:
Því guðhrædda fólkið signdi sig
með svipbrigðum, ef það nefndi mig.
Og börnin hin voru heiðarleg,
á hálkunni ekkert nema eg;
en dökkur sauður í hverja hjörð
frá helvíti slapp á vora jörð.
Þið vitið nú fyrri feril minn,
þó falleg sé ekki lýsingin —
Svo var það: einn morgun vetrardags
eg valið hafði til ferðalags.