Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 90

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 90
66 TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA var um dagmála-skeið, að þetta gjörðist. Grant og mennirnir, sem með honum voru, komu heim aftur um hádegið. Þá var byrjað að snjóa. En það var logn í skóginum, og veðrið var ekki frostmikið. Grant tók það fram, yfir borðum, að Haf- liða mundi finnast þung færðin a brautinni í gegnum skóginn, og að hann mundi ekki fara að jafnaði meira en tvær mílur á klukkutím- anum, og yrði því fjóra klukkutíma hvora leið. “Eg býst við, að Harris verði ekki kominn hingað fyr en í fyrsta lagi klukkan sex í kvöld,” sagði Grant. “og mun hann þó vera röskur göngumaður.” Sumir af mönnunum sögðu, að hann mundi varla koma fyr en klukkan átta eða níu um kvöldið. Allan liðlangan daginn kingdi niður snjó, og undir kvöldið fór að hvessa ofurlítið. Þegar klukkan var sjö um kvöldið, snæddum við kvöld- verðinn. En Hafliði var ekki kom- inn. Klukkan varð átta, og ekki kom hann. Grant fór að verða órór og kvíðafullur, að mér virtist, og hann talaði fátt. Hann fór oft út, þegar á kvöldið leið, stóð nokkra stund fyrir utan skáladyrnar og horfði þangað sem vegurinn lá inn í skóginn. En hann gat ekki séð langt fyrir myrkri og hríð. Er það skjótast þar af að segja, að kvöldið leið svo, að Hafliði kom ekki. Og við sofnuðum seint. Um morgun- inn í dögun létti upp hríðinni. Og þegar við komum á fætur, var veðr- ið hreint og svalt. En Hafliði var enn ekki kominn, og ekkert sást til hans. Og hafði Grant við orð, að senda tvo menn til að leita að hon- um, þegar búið væri að borða morg- unverð. En þegar við vorum rétt í þann veginn að standa upp frá borðum, var skála-hurðinni hrundið upp, og inn á gólfið gekk Hafliði. Hann hélt á dálitlum böggli undir hendinni, var að sjá þreytulegur nokkuð og tekinn til augnanna, en gekk þó all- léttilega inn gólfið. Hann bauð okkar góðan morgun glaðlega; fékk Grant undir eins böggulinn, og tók um leið bréf úr vasa sínum og rétti honum. Allir tóku kveðju hans vel, og það leyndi sér ekki, að allir urðu komu hans mjög fegnir. “Hvað er að tarna?” sagði Grant, þegar hann var búinn að lesa bréf- ið. “Er það mögulegt, að þú hafh' farið alla leið til frænda míns?” “Já,” sagði Hafliði; “þegar eg, í gær, kom til Reids, þá var þar eng- in sending til þín, og eg kunni ekki við að snúa heim aftur við svo bu- ið. Eg tók því þann kost, að halda áfram alla leið til frænda þíns. Þar hvíldi eg mig í rúman klukkutíma og borðaði ágætan kvöldverð. A meðan skrifaði frændi þinn bréfið- Og um leið og hann afhenti mer böggulinn, bað hann mig fyrir bréf- ið. Svo lagði eg á stað heimleiðis- Og hér er eg kominn heill á húfi- Hefir nú alt þetta gengið eins og r sögu, sem fer vel að lokum, og meg- um við allir vel við una.” “Vissulega hefir þetta farið betui en á horfðist um tíma,” sagði Grant- “En hvíldu þig nú í allan dag. þarft þess við, eftir að hafa gengi í þungri færð næstum því fjörutíu og þrjár mílur á tæpum tuttugu og tveimur klukkutímum. Og sV° skulum við aldrei framar á þetta ævintýri minnast.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.