Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 129
ÞINGTÍÐINDI
105
AVARP FORSETA
Kcc'i-u landar,
heitSruðu þingmenn og gestir!
öá, sannleilcur, að enginn lifir sjálfum
sér, nær einnig til félags vors og félags-
starfa, ekki síst á þeim örlagaríku og ör-
lagaþungu tímum, sem nú ganga yíir
heiminn. AlJrei hefir meira reynt á þegn-
skap og frelsisást vor, sem eigum þvi láni
að fagna að búa I lýðrapðislöndum, heldur
en einmitt nú, þegar sjálf lýðræðishufr-
sjónin heyir hina hörðustu baráttu, er
sögur fara af, við einræðis- og ofbeldis-
völdin.
1 Því sambandi megum vér minnast höf-
úðtakmarks félags vors, sem er I fyrsta
'agi, “að stuðla a8 þvl af fremsta megni,
a8 íslendingar megi verða sem bestir borg-
arar I hérlendu þjóðlífi.” pegnskylda vor
vi8 land það, sem vér búum í, er þar, eins
°g vera ber, efst á blaði. En þá skuld
teljum vér oss því aðeins greiða til fulls,
að vér varðveitum og gerum arðberandi I
hérlendu þjóðlífi þau menningarverðmætl,
sem vér höfum að erfðum hlotið.. pann
iilgang félags vors færði Stephan G.
Stephansson I skáldlegan og áhrifamikinn
húning I kvæðinu “ping-kvöð,” sem önd-
vegið skipar I fyrsta árgangi Tímarits fé-
'ags vors:
“Nú skal bera á borð með okkur,
bót við numinn auð,
margar aldir ósáð sprottið
íslenskt lífsins brauð:
Alt, sem lyfti lengst á götu,
lýsti út um heim,
nú skal sæma sveitir nýjar
sumargjöfum þeim;
sumargjöfum öllum þeim.”
Og sérstök ástæða er til þess að minna
s Þau orð skáldsins á þessu þjóðræknis-
hingi voru. Atburðir þeir, sem gerst hafa
'l Norðurlöndum og heima á Islandi árið,
Sern leið, gera starf félags vors enn brýnna
en nokkru sinni fyr og leggja oss enn
Þyngri skyldu á herðar en nokkru sinni
S-ður, um að vera sem mestir og bestir
rnerkisberar þjóðstofns vors I landi hér
°S varðveita sem dyggilegast og viturleg-
ast norrænar og Islenskar manndóms- og
htannréttindahugsjðnir, I einu orði sagt,
h'enninga.rarf vorn. Fjarri fer einnig, að
standi einn uppi með þá skoðun. t
hiðurlagsorðum formálans að hinni merku
ðk sinni Vm {slenskar þjóBsögur, sem er
e‘n af bókum Hins Islenska Bókmentafélags
fyrir nýliðið ár, kemst dr. Einar Ól. Sveins-
son þannig að orði: “Bók þessari er lokið
á einhverjum mestu hættutlmum, sem yfir
þjóð vora hafa komið. Hún þarf að halda
á öllu því, sem styrkt geti þjóðernismeð-
vitund hennar og ást á menningu sinni og
mentun.” Á sama strenginn er slegið I
nýkomnu bréfi frá stjórnarnefnd pjóðrækn.
isfélagsins á íslandi, sem eg mun síðar
vitna til.
í æsku lærði eg, eins og vafalaust
mörg yðar, sem hér eru saman komin,
þessa fallegu gátu:
“Hver er sá veggur, víður og hár,
veglega settur röndum,
gulur, rauður, grænn og blár,
gerður af meistarahöndum ?”
pessl gáta um regnbogann, I öllu litskrúði
hans og dýrð, hefir, slðan eg komst á
þroskaaldur, orðið mér táknmynd þeirrar
glæsilegu, og margþættu Islensku menning-
ararfleifðar, sem vér erum hluthafar I, og
sú andlega arfleifð — ekki síst bókment-
irnar Islensku — ber sannarlega slns
“heimalands mót”; er svipmikil og stðr-
brotin eins og landið hrikafagra, sem mót-
að hefir þjóð vora kynslóð eftir kynslóð.
En hinu nána og lífræna sambandi milli ís-
lands og barna þess hefir enginn, að þvl
er mér er kunnugt, lýst betur eða sannar I
óbundnu máli, heldur en Gunnar skáld
Gunnarsson I ritgerð sinni "Landið okk-
ar” (JörS 1940).
“Tignarlegt rls það úr sjó, þegar maður
nálgast það af hafi utan. Hrífur geðið
llkt og hetjuljóð, eilífðarkent, örlagaþrung-
ið. pað er ekkert smátt til I fari þess
pótt svipurinn sé margbreytilegur, er hann
alstaðar ákveðinn og ásjðnan hrein. pessa
aðdáanlegu bersögli I hverjum drætti á þaö
aðallega nekt sinnl að þakka, og svo
himnunum hreinum, er yfir það hvelfast.
Stuðlar hamranna eru eins og stuðlar I
rígbundnu ljóði. En stórhrikaleiki fjall-
anna og jökulskildir, brimgarðurinn við
ströndina og öskur æðandi hafs og stork-
andi storma sjá um andríkið, lífsþunga og
bragarblæ. Pað er eins og Edduljóð steypt
I stein. Tignin hverfist áður varir I hátign.
Sál okkar er steypt I móti dala og
fjalla frá kynslóð til kynslóðar, hvort sem
okkur er það ljóst eða hulið; lund okkar
er skilgetið afkvæmi tslenskra árstíða.
Innra með okkur búa vor íslands, vetur
og sumur, ekki bara þau, sem við höfum
lifað, heldur einnig vetur, vor og sumar