Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 98
74
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
að vaxa upp, búinn að koma sér
upp ágætu heimili og góðu búi.
Það mun vera sannmæli, sem sagt
er í eftirmælunum í Heimskringlu,
að Jón hafi aldrei kunnað vel við
sig hér vestra. Hann kom of gam-
all hingað til þess að geta orðið
verulega þátttakandi í opinberum
málum, en hugur hans stefndi allur
í þá átt. Hugljúfustu umtalsefni
hans voru endurminningar frá ís-
landi og einkum um þá mörgu mætu
menn, sem hann hafði haft svo mik-
il kynni af og verið í náinni vináttu
við.
Til er ofurlítil saga um Jón, sem
sýnir ef til vill betur en flest, sem
um hann hefir verið ritað, skap-
lyndi hans. Það var einhvern tíma
á stríðsárunum 1914-18 að maður
nokkur kom til hans og vildi grensl-
ast eftir hjá honum, hvað annar
maður, sem hafði verið gestur hans
þá fyrir skömmu, hefði haft að
segja um hernaðarmálin. Jón hafði
grun um, að svo gæti farið, að það
sem hann segði, yrði notað á móti
gesti sínum. Svaraði hann þá spurn-
ingum mannsins þannig, að hann
væri óvanur við að láta yfirheyra
sig í sínum eigin húsum, en ef
hann yrði krafinn svars fyrir rétti,
mundi hann ekki hika við að segja
það, sem hann vissi réttast. Lét
hinn þá talið falla niður og var
hann aldrei meira spurður um þetta.
Sýnir atvik þetta bæði staðfestu og
drenglund. Hefir honum eflaust
ekki fundist það samboðið virðingu
sinni, að segja frá því, sem gestur
hans talaði við hann í trúnaði á
heimili hans, en hins vegar var
sjálfsagt að skýra satt og rétt frá,
ef þess yrði krafist af þeim, er
höfðu rétt til þess að heimta svör.
í trúmálum skipaði Jón sér hvergi
í flokk hér vestra. Eftir því sem
eg komst næst af samtali við hann,
taldi hann sig vera fylgjanda Matt-
híasar Jochumssonar og Channings
í trúmálum. Sem kunnugt er, hafði
Matthías frjálslyndi sitt og trúar-
bragða víðsýni frá hinum miklu
leiðtogum enskra og amerískra
únítara á nítjándu öldinni, einkum
frá þeim Channing og Martineau.
Jón var ákveðinn andstæðingur alls
þröngsýnis og kreddufestu í trúmál-
um, hann var umburðarlyndur og'
frjáls í anda, en þó fjarri því að vera
róttækur. Jón ritaði margar grein-
ar í blöð og tímarit bæði heima og
hér vestra. Alt sem hann ritaði var
látlaust og framsetningin ljós.
Jón var kvæntur ágætri konu,
sem nú er nýlátin. Var hjónaband
þeirra hið farsælasta. Var hún
dugnaðarkona mikil og sá um
heimilið með rausn og prýði. Þau
eignuðust mörg börn og eru nú á lífi
af þeim tveir synir, Páll og Jón að
Vogar, Man. og fjórar dætur: Björg,
kona Bjarna Þorsteinssonar frá
Höfn í Borgarfirði eystra, í Winni-
peg; Ragnheiður, kona Þorsteins
Guðmundssonar bónda við Leslie,
Sask.; Helga, kona Eysteins skóla-
stjóra Árnasonar í Riverton; og
Ingibjörg, kona Björns kaupmanns
Eggertsonar að Vogar. Jón dó í
Winnipeg 26. nóv. 1923 og hafði þá
verið vanheill um langan tíma.
+
JÓN SIGURÐSSON
Það var árið 1887 að bygð sú
norðvestur frá Winnipeg hér um bil
70 mílur, sem áður var nefnd Álfta-
vatnsbygð, nú venjulega Lundar-
bygð, byrjaði að byggjast. Einn af
fyrstu landnemum þar var Jón Sig-