Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Síða 98

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Síða 98
74 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA að vaxa upp, búinn að koma sér upp ágætu heimili og góðu búi. Það mun vera sannmæli, sem sagt er í eftirmælunum í Heimskringlu, að Jón hafi aldrei kunnað vel við sig hér vestra. Hann kom of gam- all hingað til þess að geta orðið verulega þátttakandi í opinberum málum, en hugur hans stefndi allur í þá átt. Hugljúfustu umtalsefni hans voru endurminningar frá ís- landi og einkum um þá mörgu mætu menn, sem hann hafði haft svo mik- il kynni af og verið í náinni vináttu við. Til er ofurlítil saga um Jón, sem sýnir ef til vill betur en flest, sem um hann hefir verið ritað, skap- lyndi hans. Það var einhvern tíma á stríðsárunum 1914-18 að maður nokkur kom til hans og vildi grensl- ast eftir hjá honum, hvað annar maður, sem hafði verið gestur hans þá fyrir skömmu, hefði haft að segja um hernaðarmálin. Jón hafði grun um, að svo gæti farið, að það sem hann segði, yrði notað á móti gesti sínum. Svaraði hann þá spurn- ingum mannsins þannig, að hann væri óvanur við að láta yfirheyra sig í sínum eigin húsum, en ef hann yrði krafinn svars fyrir rétti, mundi hann ekki hika við að segja það, sem hann vissi réttast. Lét hinn þá talið falla niður og var hann aldrei meira spurður um þetta. Sýnir atvik þetta bæði staðfestu og drenglund. Hefir honum eflaust ekki fundist það samboðið virðingu sinni, að segja frá því, sem gestur hans talaði við hann í trúnaði á heimili hans, en hins vegar var sjálfsagt að skýra satt og rétt frá, ef þess yrði krafist af þeim, er höfðu rétt til þess að heimta svör. í trúmálum skipaði Jón sér hvergi í flokk hér vestra. Eftir því sem eg komst næst af samtali við hann, taldi hann sig vera fylgjanda Matt- híasar Jochumssonar og Channings í trúmálum. Sem kunnugt er, hafði Matthías frjálslyndi sitt og trúar- bragða víðsýni frá hinum miklu leiðtogum enskra og amerískra únítara á nítjándu öldinni, einkum frá þeim Channing og Martineau. Jón var ákveðinn andstæðingur alls þröngsýnis og kreddufestu í trúmál- um, hann var umburðarlyndur og' frjáls í anda, en þó fjarri því að vera róttækur. Jón ritaði margar grein- ar í blöð og tímarit bæði heima og hér vestra. Alt sem hann ritaði var látlaust og framsetningin ljós. Jón var kvæntur ágætri konu, sem nú er nýlátin. Var hjónaband þeirra hið farsælasta. Var hún dugnaðarkona mikil og sá um heimilið með rausn og prýði. Þau eignuðust mörg börn og eru nú á lífi af þeim tveir synir, Páll og Jón að Vogar, Man. og fjórar dætur: Björg, kona Bjarna Þorsteinssonar frá Höfn í Borgarfirði eystra, í Winni- peg; Ragnheiður, kona Þorsteins Guðmundssonar bónda við Leslie, Sask.; Helga, kona Eysteins skóla- stjóra Árnasonar í Riverton; og Ingibjörg, kona Björns kaupmanns Eggertsonar að Vogar. Jón dó í Winnipeg 26. nóv. 1923 og hafði þá verið vanheill um langan tíma. + JÓN SIGURÐSSON Það var árið 1887 að bygð sú norðvestur frá Winnipeg hér um bil 70 mílur, sem áður var nefnd Álfta- vatnsbygð, nú venjulega Lundar- bygð, byrjaði að byggjast. Einn af fyrstu landnemum þar var Jón Sig-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.