Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 146
122
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
eiga slíka áhrifa- og dugnaðarmenn að í
þessu máli.
Annað, sem bendir á að bðkinni hefir
verið vel tekið á íslandi eru hinir hlýlegu
ritdðmar, sem hún hefir fengið I íslenskum
blöðum, og vinsamleg ummœli um fyrir-
tækið í heild sinni. Telja ýmsir forvlgis-
menn heimaþjððarinnar það lofsverða
framtakssemi af okkar hálfu, að við höf-
um ráðist I þetta fyrirtæki, og telja að það
muni verða sjálfri söguþjóðinni heima
hvöt til að hefjast handa og rita samfelda
heildarsögu sjálfrar sín.
Strax og bókin kom út lét Mentamála-
ráð íslands til sfn tala um að kynna hana
og útbreiða. Er ráð það skipað gáfuðum
áhrifamönnum, svo sem Ásgeiri Ásgeirs-
syni, fyrrum ráðherra, Valtý Stefánssyni
ritstjðra, Jónasi Jðnssyni alþm., og fleirum.
í bréfi til formanns sögunefndar, dags. 23.
jan., segir Mr. Thorkelsson: “Eg hefi haft
fundi með Mentamálaráðinu, og hefir það
hvatt mig mjög kröftuglega til þess að
hlutast til um við ykkur þarna fyrir vest-
an að verkinu yrði haldið áfram, og önn-
ur bðk gefin út næsta sumar eða eins
fljótt og mögulegt er.”
Hér vestra hefir bðkin hlotið all-misjafna
dðma, sumir hafa lofað hana mjög, aðrir
finna henni margt til foráttu. Hér virðast
samviskur manna mjög viðkvæmar fyrir
öllum vansmíðum I bðkmentalegum efnum.
Er það I sjálfu sér lofsvert og vel farið
þegar menn eru strangir við sjálfa sig og
aðra og gjöra kröfur I slikum efnum. pað
ættu menn að hafa I hyggju er þeir dæma
þessa bók að hér er um inngangs og
undirstöðurit að ræða, sem gjörir ráð
fyrir framhaldi I fleiri bindum — verkið
hlýtur að dæmast I ljðsi þess viðhorfs, sem
málinu er fyrirhugað I heild sinni. Af
sölu bðkarinnar hér vestra að dæma hefir
henni verið tekið með afbrigðum vel af
öllum þorra manna. Aðeins 15 eintök eru
nú eftir hjá bðkaverði sögunefndar, af
fjðrum hundruðum, sem innbundin voru.
En hvað getum við sagt um framhald
Þessa ritverks? petta mál er mál pjðð-
ræknisfélags Vestur-lslendinga, en ekki mál
nokkurs sérstaks flokks eða nefndar. Mér
skilst að á þessu þingi Pjððræknisfélagsins
hljðti að koma fram ákveðnar raddir sem
bendi ðtvírætt I þá átt sem halda skal, eða
gefi til kynna hvort hér skal staðar numið.
pess vil eg líka geta að söguritarinn
hefir haldið áfram starfi stnu, enda þðtt
enginn Hfeyrir hafi borist honum að laun-
um sfðan I desember s.l. og þðtt horfur
málsins séu ðvissar að öllu leyti. Er hann
nú langt kominn með handrit að næstu
bðk. Fjallar hann þar um fyrstu flutn-
ingsár fólks vors hér vestur og fyrstu til-
drög til bygðasögu á ýmsum stöðum. Er
þar gerð grein fyrir ferðum íslendinga I
Utah, Nebraska, Alaska, Minnesota, Mil-
waukee, og fyrstu nýlendum íslendinga
hér I Austur-Canada, Winnipeg og Nýja
íslandi.
Að síðustu vil eg benda á höfðinglegt til-
boð, sem sögunefndinni og pjððræknisfé-
laginu hefir borist I sambandi við útgáfu
næstu bðkar. pað barst mér í bréfi frá
hr. Thorkelsson, dags. I Reykjavík, 15. jan.
Hann segir: “. . . Eg mundi vera viljugur
til að sjá um útgáfukostnaðinn á Islandi
á næstu bðkinni, og hafa eftirlit með því,
þó eg væri I Winnipeg. pessu þurfti eg
endilega að koma til þín áður en næsta
þjððræknisþing kemur saman, svo að þú
komir ekki fram alveg tðmhentur, eða án
allra orðsendinga frá mér.”
Vil eg svo að lokum þakka samnefndar-
mönnum mlnum I sögunefndinni fyrir á-
nægjulega samvinnu á árinu, og blöðunum
báðum fyrir alla fyrirgreiðslu þeirra, sem
þau hafa svo góðfúslega látið I té I sam-
bandi við þetta mál. Afhendi eg svo málið
þessu þjððræknisþingi I því trausti og þeirri
von að heillavænleg úrlausn kunni að finn-
ast á þeim vanda sem þvl fylgir, að málið
megi verða I framtíðinni, eins og til er
stofnað, félaginu til heilla, og íslendingum
báðu megin hafsins til vegs og sæmdar.
Sögunefndin.
S. S. Laxdal lagði til að skýrslunni skuli
vtsað til fjármálanefndar. Var tillagan
studd af Haraldi ólafssyni. Var till. rædd
og síðan dregin til baka af framsögumönn-
um.
Séra Guðmundur Árnason lagði til að
fimm manna þingnefnd sé kosin til að
fjalla með þetta mál. Var tillagan studd
af vara-forseta, Glsla Jðnssyni, en eftir
nokkrar umræður dregin til baka I bili-
Sveinn Thorwaldson taldl fyrsta sporið
I þessu máli væri að veita skýrslu sögu-
nefndar viðtöku, og iagði til að það væri
gjört. Sveinn Pálmason studdi þá tillögu,
og var hún samþykt.
Var þá aftur tekin fyrir tilaga þeirra
séra Guðmundar og vara-forseta um fimm
manna þingnefnd. Urðu allmiklar umræð-
ur um þessa tillögu. Hafði þegar verið
stungið upp á þremur mönnum I fyrirhug-