Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 123
Litlu sporin
Efíir Svanhildi Þorsieinsdóífur
Það er löngu orðið hljótt í bæn-
um. María vakir ein. í litlu her-
bergi uppi á lofti situr hún á rúm-
stokknum hjá drengnum sínum.
Hann sefur vært. Guðfinna er í
fastasvefni í rúminu á móti. Þetta
er um miðjan júlí og björt nótt.
María stendur upp, gengur aö
glugganum og opnar hann. Þokan
teygir sig heim að túngarðinum.
Við og við tístir fugl í næturkyrð-
inni. Annars heyrist ekkert nema
niðurinn í bæjarlæknum. — María
sest aftur á rúmið hjá Óla litla. Hún
hefir oft horft á hann sofa á kvöld-
in. Það hefir verið hvíld eftir lang-
an vinnudag. Nú sefur hann ekki
fleiri nætur í þessu rúmi. Hann
fer frá henni á morgun og kemur
ekki aftur.
Hún hefir átt ýmsar sorgir hér
á Hrauni, en hún finnur, að þessi
verður þungbærust þeirra allra.
í þessu rúmi lá hún andvaka nótt-
ina eftir að hún fékk bréfið frá
Kristjáni, þar sem hann sagði henni,
að þau gætu ekki giftst um haustið.
eins og til stóð. Hún hafði aðeins
ætlað að vera hér í kaupavinnu, en
svo fékk hún að vera kyr.
Hér fæddist Óli, stór og hraustur
drengur. Meðan hún lá á sæng
kom fréttin um, að Kristján væri
giftur.
María lá rúmföst í margar vikur.
Þá var það sem sýslumannsfrúin
kom í heimsókn, besta vinkona hús-
freyjunnar á Hrauni. Sýslumanns-
hjónin voru barnlaus, og frúin hafði
gaman að drengnum og sýndi hon-
um mikla blíðu. Hana langaði að
fá hann til eignar.
Veikindin höfðu bugað Maríu. Hún
var hrædd um að geta ekki séð
fyrir barninu. Hún átti engan að í
heiminum nema Jóhannes bróður
sinn, heilsulítinn og félausan, en
honum hafði hún skrifað og fengið
það svar, að hann gæti ekkert hjálp-
að, þó hann feginn vildi. Sýslu-
mannshjónin voru vel efnum búin.
Maríu var leitt fyrir sjónir, hvílíkt
lán það væri fyrir drenginn að kom-
ast í slíkar hendur. Fyrir áeggjan
húsmóður sinnar og annara þar á
heimilinu, hét hún sýslumanns-
frúnni að gefa þeim hjónum barn-
ið. Það var afráðið, að frúin tæki
Óla litla með sér, þegar hún færi
heim, en um það leyti varð sýslu-
maðurinn fyrir slysi og hún fór
heim til að hjúkra honum og skildi
Óla eftir. Hann átti að verða kyr
á Hrauni fyrst um sinn, þangað til
sýslumaðurinn væri aftur orðinn
heill heilsu.
Og það drógst, að Óli færi. Nú
var hann kominn hátt á annað ár,
og María var í kyrþey farin að
vona, að ekki yrði úr því, að hann
þyrfti að fara. En svo fékk sýslu-
maðurinn embætti í öðrum lands-
hluta, og nú vildu þau fá barnið
með sér. Hjónin komu í dag. Sýslu-
maðurinn hélt áfram, en frúin gisti
á Hrauni í nótt. í fyrramálið kem-
ur sýslumaðurinn aftur, og þá fara
þau með Óla litla.