Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 41
FJÓLUHVAMMUR
17
Manni: Það er alveg sama. Jón
kaupi veit alt!
Solla: Hann er vitlaus.
Manni: O-o- þú ert flón.
Solla: Eg skai ekki vera flón. Eg
er bara svöng.
Manni: Því ferðu ekki og biður
hana Ásdísi gömlu um bita?
Solla: Já, við skulum koma.
Manni: Eg? Nei. Ekki er eg
svangur. Eg þarf að tína meiri
skeljar.
Solla: Æi nei, góði besti —
Manni: Æ, greyið mitt, farðu nú
ekki að skæla.
(Ásdís kemur út í bæjardyrnar
°g horfir upp á klettinn. Brosir.
Solla strýkur augun og gengur nið-
urlút að bænum. Ásdís mætir
henni).
Ásdís: Komdu blessuð, Solla mín!
(Kyssir hana). Sæll, Manni minn.
Manni (dræmt): Sæl.
Ásdís (við Sollu): Nú hafið þið
Verið að ganga á rekann. Og hvað
funduð þið?
Solla: Margar, margar skeljar. En
Manni fær aldrei nóg. Og nú vill
hann fara að leita að ígulkeri.
Ásdis (strýkur höfuð Sollu):
h'i’engir eru svona, Solla mín. Og
Seu þeir ekki heimtufrekir, verður
aldrei maður úr þeim.
Solla: Vilja allir drengir fá meir
en nóg af öllu?
Ásdís: Eg held það, Solla mín —
Se nokkurt mannsefni í þeim.
Solla: Það er vitlaust!
Ásdís: Svona var hann Aðalsteinn
þegar hann var á því reki,
sem Manni er, og þú hefir heyrt,
Vað hann er orðinn mikill maður.
Solla; Jah-á. Er styttan þarna lík
°Uum? (Bendir upp til hægri).
Ásdís: Hún er lík Steina mínum,
þegar hann var drengur. (Stutt
þögn).
Solla: Hún er fjarska falleg! Eg
hefi oft horft á hana lengi, lengi,
og samt þarf eg að horfa lengur —
oft, oft.
Ásdís (brosir): Eins og drengirnir
— þú fær aldrei nóg. (Þögn. Þær
líta hver á aðra brosandi). En það
eru fleiri en þú, sem hafa unun af
af horfa á myndina af Steina mín-
um, og eg þreytist aldrei á að sjá
drenginn minn.
Solla: Því vill maður altaf horfa á
það, sem fallegt er?
Ásdís: Af því guði þykir vænt
um fegurðina, og hann er í okkur.
Solla: O-ó! (Hugsi). En því er
ekki alt fallegt, sem guð bjó til?
Ásdís: Það er kanske alt fallegt,
þó okkur sýnist sumt af því ljótt.
Solla: Býr hann Ragnar mynd-
höggvari nokkuð til, sem er ljótt?
Ásdís (klappar Sollu á kinnina):
Eg held ekki, Solla mín. En svo er
Ragnar bara maður.
Solla: Er hann mikill maður?
Ásdís: Já. Hann er mikill lista-
maður.
Solla: Er Ragnar eins mikill mað-
ur eins og Aðalsteinn?
Ásdís: Við getum ekki dæmt um
það, heillin. Þeir eru báðir miklir
menn. Aðalsteinn minn er frægur
um alla Ameríku — frægur náma-
eigandi.
Solla: Námaeigandi?
Ásdís: Já. Hann lætur grafa gull
og silfur upp úr jörðunni.
Solla: A-á? Lætur hann aðra
gera það? En því gerir hann það
ekki sjálfur?
Ásdís: Hann stjórnar verkinu. —
Segir fyrir.