Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 144
120
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
S. E. Sigurdson, Mrs. E. P. Jónsson og
Mrs. H. P. Danielson. Miss Ingibjörg Sig-
urgeirson hefir annast um undirspil fyrir
söngflokk skólans. Mr. Ásmundur P.. Jó-
hannsson hefir haft yfirumsjón með skól-
anum eins og aS undanförnu.
Skólinn byrjaSi 28. sept. og 60 börn
hafa innritast. Meðal aðsókn hefir verið
um 4 0, stundum fleiri og stundum færri.
Kenslutlmi er frá kl. 10 til kl. 11.30 á
laugardagsmorgna. Börnunum er kent að
lesa, stafsetning, dálítið I málfræði, kvæði,
og að skrifa stutt bréf. Lögð hefir verið
sérstök rækt við kenslu íslenskra söngva,
nemendum og kennurum til hinnar mestu
ánægju.
Framför barnanna hefir verið góð og þau
hafa mörg sýnt mikinn áhuga fyrir ís-
lensku-náminu og nú er verið að undirbúa
árslokasamkomu skólans, sem haldin verð-
ur laugardaginn 19. apríl.
Ingibjörg M. Jónsson
Hólmfríður Danielsson
Á. P. Jóhannsson.
Skýrslan var samþykt samkvæmt till.
Glsla Jónssonar og Bjarna Sveinssonar.
Álit kjörbréfanefndar var lagt fram af
Ásm. P. Jóhannssyni. Taldi hann að
nokkrir erindrekar myndu enn ókomnir
til þings; næði skýrslan þvl aðeins yfir
þá, sem komnir væru á þingstaðinn og yrði
að bæta við hana eftir þvl sem menn gæfu
sig fram:
Nefndarálit kjörbréfanefndar
þjóðræknisþingsins 1941
Fulltrúar frá eftirfarandi deildum eru
staddir á þinginu, og hafa aktvæði sem
hér segir:
Deildin “Brúin”, Selkirk — 58 atkv.:
Bjarni Dalmann..................20
Einar Magnússon ................19
Mrs. Ásta Eiríksson ............19
Deildin “Snæfell”, Churchbridge, Sask.
— 18 atkv.:
pórarinn Marvin ................18
Deildin "ísafold”, Riverton — 35 atkv.:
Gísli Sigmundson ...............19
Mrs. E. J. Melan ...............16
Deildin “Esjan,” Árborg — 46 atkv:
Dr. S. E. Björnson .............12
Mrs. S. E. Björnson ............12
Elías Eltasson .................12
Gunnar Sæmundsson ..............10
Deildin “Báran,” Mountain, N. Dak. —
9 0 atkv.:
Chr. Indriðason .................18
Haraldur Ólafsson ...............18
B. Thorvardsson .................18
S. S. Laxdal ....................19
H. J. Hjaltalín .................18
Deildin “Island,” Brown, Man.—22 atkv.:
J. J. Húnfjörð .................20
Deildin “Fjallkonan," .Wynyard, Sask.
— 44 atkv.:
Hefir ekki enn sent fulltrúa.
Á. P. Jóhannsson
Friðrik Swanson
H. Gislason.
Jón Húnfjörð gjörði till., sem S. S. Lax-
dai studdi um að samþykkja skýrslu kjör-
bréfanefndar. Var það samþykt. Voru
þá teknar fyrir skýrslur
Milliþinganefnda
Árni Eggertson gaf munnlega skýrslu
um rithöfundasjóðinn. Enginn fundur
hafði verið haldinn á árinu I nefnd þeirri,
er um þetta mál fjallar, og fátt orðið um
fjárdrætti. Taldi ræðumaður þetta aðeins
bráðabirgðaskýrslu, og mundi frekari grein-
argjörð koma síðar. Séra Guðm. Árnason
kvaddi sér hijóðs og ræddi um ýmsar leiðir
til að safna fé I þennan sjóð. Var þar
einkum um að ræða bein samskot á þingi
og almenn tillög frá velunnurum málsins.
Bjóst ræðumaður við að fyrri aðferðin
mundi reynast heppilegri og mælti með þvl
að hún yrði notuð I þetta sinn. Sveinn
Thorwaldson tók einnig til máls, vildi
hann hefja samskot fyrir rithöfundasjóð
nú þegar. Séra Guðmundur Árnason gjörði
till. sem Sveinn Thorwaldson studdi þess
efnis að kl. 3 á þriðjudag skuli leitað sam-
skota hjá viðstöddum þingmönnum til
stuðnings þessu máli. Eftir nokkrar um-
ræður var tillagan samþykt.
2. Séra Guðmundur Árnason gjörði
munnlega grein fyrir starfi nefndar þeirr-
ar, sem hefir með höndum söfnun þjóðlegra
fræða. Hafði nokkuð safnast af þessu
tagi á árinu, og er það I vörslum fram-
sögumanns nefndarinnar.
Ritari lagði þá fram skýrslu sögunefndar:
Skýrsla Sögunefndar
Sögunefndin er nú skipuð tólf mönnum.
Eru það þeir J. K. Jónasson, Soffanias
Thorkelsson, Sveinn Pálmason, Rúnólfur
Marteinsson, Einar Páll Jónsson, Richard
Beck, Sigurður Júl. Jóhannesson, Brandur
J. Brandson, Hjálmar A. Bergman, Guð-
mundur Árnason, og Valdimar J. Eylands.