Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 91
HAFLIÐI
67
Hafliði lagði sig út af, þegar hanxi
var búinn að borða morgunverð, og
hann svaf til hádegis. En hann
vann eftir hádegið, alt til kvölds,
og virtist ekki taka það neitt nærri
sér.
Um kvöldið talaði eg við hann fá-
ein orð á íslensku, og sagðist eg
furða mig á því, að hann skyldi
láta tilleiðast að fara þessa ferð
fótgangandi.
“Ef eg hefði ekki tekið þetta til
bragðs,” sagði hann í lágum hljóð-
um, “hefði steingrái hesturinn minn
aldrei verið látinn í friði á sunnu-
dögum í allan vetur.”
í nokkra daga á eftir varð eg þess
áskynja, að sumir af skógarhöggs-
uiÖnnunum leiddu getum um það,
sín á milli, hvað í bréfinu hefði
verið, sem Cameron skrifaði Grant.
Og mér virtist að flestir þeirra
halda, að það hefði verið eitthvað
áhrærandi hestana, einkum þann
steingráa.
Eins og eg tók fram áðan, þá kom
í Cameron’s Camp í byrjun jan-
úar-mánaðar (1882), og eg var þar í
ftasstum þrjá mánuði. Eftir því, sem
eg var þar lengur, því betur líkaði
^nér við mennina, sem þar voru,
því að þeir voru mér svo góðir og
velviljaðir; en mestar mætur hafði
eg þó á Hafliða, og að líkindum
ttiest vegna þess, að hann var ís-
lendingur. Sjálfsagt hefir honum á
stundum fundist eg vera nokkuð
forvitinn og spurull, en ávalt svar-
aði hann spurningum mínum þýð-
lega og hreinskilnislega. Eg er viss
að eg hefi einhvern tíma spurt
ann um það, af hverju að hann
Vasri kallaður Harris. Og enginn
vafi er á því, að hann hefir skýrt
frá því, og sagt mér nafn föð-
ur síns. En eg hefi gleymt því
fyrir löngu, eins og svo mörgu öðru,
sem hann sagði mér. Eg man það
samt glögt, hvað hann sagði mér,
þegar eg spurði hann, hvort hann
væri sá maður, sem færi á hverju
hausti fótgangandi frá Dartmouth
til Truro, og færi alla þá leið á tæp-
um sólarhring.
“Mér var sagt það í haust í búð-
inni í Efra-Dal,” sagði eg, “að ís-
lenskur maður, Harris að nafni,
komi þar stundum við á leið sinni
frá Dartmouth til Truro. Ert þú
hann?”
“Já,” sagði Hafliði, “eg fer stund-
um um Efra-Dal, þegar eg er á ferð
til Truro. — Það er geðugur maður,
kaupmaðurinn í Efra-Dal.”
“Hann sagði mér að þú færir til
Truro á hverju hausti,” sagði eg.
“Eg hefi farið þangað seinni hluta
sumars í nokkur ár,” sagði Hafliði.
“Hann sagði líka, að þú hefðir sagt
sér, að í Truro væri lítill drengur.
sem hefði beðið þig, seinast þegar
þú sást hann, að gleyma sér ekki.”
“Alveg rétt.”
“Er það íslenskur drengur?” sagði
eg.
“Já, íslenskur í báðar ættir.”
“Er hann skyldur þér?” spurði eg.
“Hann var sonur minn,” sagði
Hafliði lágt og seint. “En nú er
hann dáinn. Leiðið hans er í litl-
um grafreit skamt frá bænum
Truro. Eg fer þangað á hverju ári
til þess að hlúa að því.”
“En hvar er konan þín?” sagði eg.
“Hún dó á íslandi,” sagði Hafliði;
“og þegar hún dó, fór eg til Ame-
ríku með Jón litla. Hann var þá
átta ára. Hann var mjög veikbygð-
ur og heilsuveill, en gáfað og elsku-
legt barn. Við vorum fyrst dálítinn