Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 54
30
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Aðalbjörg: Og nú get eg glatt
þig með því, að eg, að minsta kosti,
hermi ekki upp á þig nein loforð,
og ætlast, vitaskuld til þess sama aí
þér. En hvað er það eiginlega, sem
þér hefir blásið á móti, síðan þú
komst til landsins?
Aðalsieinn: Eg get varla sagt að
eg geti gert mér grein fyrir því.
Mér finst, eða réttara sagt fanst þar
til eg fann þig, að eg væri á þess-
ari ferð minni að eyða tímanum til
ónýtis. ísland er of lítið fyrir mig'.
Eg hefi hér ekkert að gera þar sem
fáeinar hræður draga fram lífið á
því, að veiða fisk og rölta í kringum
kindur. Ef þeir smíða bát, eða brúa
læk, eða reisa húskofa, er uppi fót-
ur og fit, og öll blöð landsins —
þessir líka bölvaðir sneplar —
básúna stórvirkið. Og svo er altaf
verið að guma af fegurð landsins,
sögu landsins, frægð landsins, þó
gæti hver meðal-skussi í Ameríku
keypt alt heila móverkið, væri hann
nógu vitlaus til að leggja fé sitt í
annað eins fyrirtæki.
Aðalbjörg: Eg skil þessa afstöðu
þína gagnvart fslandi, eftir að þú
hefir lifað og starfað á hinu mikla
og auðuga meginlandi Vesturheims.
Aðalsteinn: Og það er þessi
glöggskygni þín, þetta skýra ljós
skynsemi þinnar, sem bætir mér
upp öll vonbrigðin.
Aðalbjörg: Þó eg geti nú ekki rétt
í svipinn gert mér ljósa grein fyrir
því, hvernig álit mitt á hlutunum
er þér svo mikið áhugamál, gleður
það mig engu að síður, að geta
dregið ögn úr vonbrigðum þínum.
Aðalsieinn: Eg held eg geti skýrt
þetta fyrir þér, Aðalbjörg. Þó eg sé
auðugur maður, koma stundum að
mér leiðindaköst; og mér finst eg
vera þá eitthvað svo einmana Fé-
lagsmenn mínir og starfsbræður eru
allra bestu og skemtilegustu menn,
en eg get aldrei nálgast þá, eins og
þeir nálgast hver annan, þegar þeir
hafa kastað af sér áhyggjum dags-
ins. Og þessi einangrunar tilfinn-
ing mín fer vaxandi eftir því, sem
árin færast yfir mig. Það er því
ekkert smáræði, að hafa fundið
Þig —
Aðalbjörg: Fundið mig! (Hlær).
Eins og eg hafi ekki altaf verið vís.
Aðalsleinn: Þú hefir verið töpuð
mér, eða réttara sagt, eg vissi ekki
að þú varst til. En nú ert þú það
eina gull, sem eg kæri mig um að
finna á íslandi.
Aðalbjörg: Það skyldi nú verða
til þess, að þú hættir gull-leitinni í
Fjóluhvammi!
Aðalsieinn: Eg bjóst aldrei við að
finna þar svo mikið gull, að það
svaraði kostnaði að grafa eftir því.
Eg gerði það meira til þess, að stór-
blöðin vestra héldu nafni mínu
þannig á lofti, að eg gleymdist ekki
í bráðina. Með öðrum orðum, eg
þurfti á öflugri auglýsingu að halda,
um þessar mundir.
Aðalbjörg: Og sprengdir upp
Fjóluhvamm til þess að Vesturheimi
skildist, hversu stór og sterkur þú
ert.
Aðalsieinn: Eg er viljugur að
bæta þér upp fyrir hvamminn.
Aðalbjörg: Og með hverju?
Aðalsieinn: Öllu, sem eg á.
Aðalbjörg: (horfir fast á hann.
Þögn): Hvað?
Aðalsieinn: Skildurðu mig ekki?
— Eg er fastráðinn í að giftast þér.
Aðalbjörg: Takk.
Aðalsieinn: Borga! Hvað gengur
að þér! Geturðu ekkert sagt, þegar